Mig langar til þess að gera svo margt á komandi ári og árum. Þegar maður lítur til baka þá finnst mér ég ekki hafa afrekað mikið, þó sérstaklega ef tekið er tillit til þess hvað mig hefur langað til að gera, sem er ansi margt. Frá því ég var strákpjakkur hef ég haft stóra drauma, einsog hver annar strákpjakkur og stelpupjatla og því miður lifði ég í draumaheimi um langa stund að hlutirnir mundu bara gerast einsog hendi væri veifað, án þess að ég hefði nokkuð fyrir því. Sem betur fer er það liðin tíð, en of mikill tími fór samt til einskis.
Til að mynda hef ég mikið verið að hugleiða það að skreppa í tónskólann hér á Höfn og skrá mig í nám, læra á eitthvað hljóðfæri. Gítar var apparat sem ég eitt sinn hafði mikinn áhuga á, en það hljóðfæri sem ég hef augastað á nú er píanó. Einnig hefur mig gjarnan langað til að fara í söngnám, leiklistarnám, myndlistarnám og fleira listtengd, svo sem ýmis ritnám, t.a.m. skáldskap. En, einsog ein góð klisja segir, betra er seint en aldrei.
Skáldskapur, það er eitthvað sem ég hefur verið ofarlega á baugi í mínum hugarfylgsnum í þónokkurn tíma. Það er þessi litli draumur að skrifa bók eða eitthvað frumlegt. Hvað er það sem hefur hindrað mig í að leggja þetta fyrir mig? Náttúrulega ég sjálfur, sem felst í hugsunarhætti, eða –villu, að það hefur allt verið skrifað sem hægt er að skrifa um, það hefur allt verið gert sem hægt er að gera. Þetta er nátengd þeirri grillu sem framkvæmdastjóri einkaleyfisstofnunar í Bandaríkjunum við byrjun tuttugustu aldar hafði, er hann sagði af sér, að það væri tilgangslaust að vinna í þessari stofnun því að “allt hefur verið fundið upp.”
En annað sem hefur einnig hindrað mig er það sem ég hef talið vera skortur á hugmyndaflugi, en það er í raun ekki vandamálið, ég get verið, og er, mjög hugmyndaríkur, það jaðrar jafnvel við að vera frumlegur. Þó er málið í raun ekki heldur það. Vandamálið felst aðallega í því að koma hugmyndunum í prent, að festa það á blað.
Ég hef oft byrjað að reita eitthvað, eina línu eða smá málsgrein, en því miður þá þjáist ég af heiftarlegri sjálfsgagnrýni þegar kemur að skáldagáfu, gæti farið svo að bókagagnrýni mundi henta mér betur. Í stuttu máli finnst mér það sem ég skrifa vera asnalegt og stundum get ég ómögulega ekki skrifað meira sökum þess hvað mér finnst móðurmálið vera heftandi, eða orðalagið vera óskaplega kljént og kjánalegt, jafnvel lóbótameraður api gæti gert betur.
En það er líka rangt, því íslenskan er mjög skemmtilegt tungumál. Eitt helsta meðalið sem ég hef við þessu tiltekna vandamáli er lestur á innlendum bókum, taka mér hlé frá erlendum bókalestri og frekar einbeita mér að því íslenska, jafnvel að gerast svo sniðugur að skrifa niður athyglisverð orð og orðasambönd, lesa málsháttabækur og ritgerðir um setningafræði eftir Þórberg Þórðarsson svo eitthvað sé nefnt. Lesa, nema og læra.
Til að mynda hef ég mikið verið að hugleiða það að skreppa í tónskólann hér á Höfn og skrá mig í nám, læra á eitthvað hljóðfæri. Gítar var apparat sem ég eitt sinn hafði mikinn áhuga á, en það hljóðfæri sem ég hef augastað á nú er píanó. Einnig hefur mig gjarnan langað til að fara í söngnám, leiklistarnám, myndlistarnám og fleira listtengd, svo sem ýmis ritnám, t.a.m. skáldskap. En, einsog ein góð klisja segir, betra er seint en aldrei.
Skáldskapur, það er eitthvað sem ég hefur verið ofarlega á baugi í mínum hugarfylgsnum í þónokkurn tíma. Það er þessi litli draumur að skrifa bók eða eitthvað frumlegt. Hvað er það sem hefur hindrað mig í að leggja þetta fyrir mig? Náttúrulega ég sjálfur, sem felst í hugsunarhætti, eða –villu, að það hefur allt verið skrifað sem hægt er að skrifa um, það hefur allt verið gert sem hægt er að gera. Þetta er nátengd þeirri grillu sem framkvæmdastjóri einkaleyfisstofnunar í Bandaríkjunum við byrjun tuttugustu aldar hafði, er hann sagði af sér, að það væri tilgangslaust að vinna í þessari stofnun því að “allt hefur verið fundið upp.”
En annað sem hefur einnig hindrað mig er það sem ég hef talið vera skortur á hugmyndaflugi, en það er í raun ekki vandamálið, ég get verið, og er, mjög hugmyndaríkur, það jaðrar jafnvel við að vera frumlegur. Þó er málið í raun ekki heldur það. Vandamálið felst aðallega í því að koma hugmyndunum í prent, að festa það á blað.
Ég hef oft byrjað að reita eitthvað, eina línu eða smá málsgrein, en því miður þá þjáist ég af heiftarlegri sjálfsgagnrýni þegar kemur að skáldagáfu, gæti farið svo að bókagagnrýni mundi henta mér betur. Í stuttu máli finnst mér það sem ég skrifa vera asnalegt og stundum get ég ómögulega ekki skrifað meira sökum þess hvað mér finnst móðurmálið vera heftandi, eða orðalagið vera óskaplega kljént og kjánalegt, jafnvel lóbótameraður api gæti gert betur.
En það er líka rangt, því íslenskan er mjög skemmtilegt tungumál. Eitt helsta meðalið sem ég hef við þessu tiltekna vandamáli er lestur á innlendum bókum, taka mér hlé frá erlendum bókalestri og frekar einbeita mér að því íslenska, jafnvel að gerast svo sniðugur að skrifa niður athyglisverð orð og orðasambönd, lesa málsháttabækur og ritgerðir um setningafræði eftir Þórberg Þórðarsson svo eitthvað sé nefnt. Lesa, nema og læra.
Þetta felst samt ekki bara í að lesa endalaust um hvernig eigi að gera þetta, að framkvæma er afar stór þáttur í þessu, vitaskuld. Ef maður ætlar sér eitthvað þá þýðir ekkert að lifa í skýjunum og að elding muni lausta í höfuðið með þeim afleiðingum að, voíla og prestó, hér er kominn bók. Það mun felast í að skrifa allann andskotann, örsögur, smásögur, ljóð, kafla í hugsanlegri bók, karakterar, söguþráð eða bara hvaða hugmynd sem mögulega mundi vera gott efni í sögu. Æfa sig er númer eitt, II og 3
Þó er meira, það felst í hinni sálrænni starfsemi er kallast sjálfsagi. Hvað tel ég vera góða byrjun að temja mig til að skrifa eitthvað? Hætta að spila tölvuleiki, glápa á vídjó og sjónvarp gæti verið ágætis byrjun, þess vegna setja eitthvað tiltekið takmark eða tímabil sem gæti aðstoðað mig við að láta þetta verða að veruleika.
Í náinni framtíð mun ég skella upp nýrri vefbók sem mun innihalda eitthvað drasl.
I´ll keep me posted.
I´ll keep me posted.
1 ummæli:
Bíð spenntur eftir fyrstu skáldsögu...
Ek em og framtakslaus maðr
Skrifa ummæli