miðvikudagur, janúar 18, 2006

Naflaskoðun #2

Það sem hrjáir mig í sambandi við nám er alvarlegur athyglisbrestur. Þessi tiltekni athyglisbrestur, það má jafnvel kalla það leti, er ekki óyfirstíganlegur en hann er óþolandi. Til að mynda akkúrat þessa stundina ætti ég frekar að reyna að ná upp töpuðum tíma og vinna í verkefni sem þarf að skila í dag. Ég byrjaði á því fyrir rúmum tveimur og hálfum tíma síðan, en sá tími hefur að mestu farið í að lesa um kvikmyndir og kvikmyndagagnrýni auk þess að vafra aðeins á vefsvæði ótengt þessu tiltekna verkefni. En þetta er ekki eina vandamálið, onei.

Ég ætlaði og ætla mér að einbeita mér meira að náminu en ég gerði síðustu önn, en hef spreðað dýrmætum tíma í að glápa á ágætis kvikmyndir og hanga í tilgangslausum tölvuleikjum auk annara dægrastyttinga, svosem að innbyrða ágætis magn af bjór og önnur skyld og óskyld efni. Ég lofaði sjálfum mér (uppí ermina?) að slökkva aðeins á þessum brennandi áhugamálum til þess að einbeita mér að skólanum, en ég fæ mig ekki til þess sökum þess hvað ég hef brennandi áhuga á þessum þáttum, þó verð ég að vinna bót á þessu máli og, einsog ég hef áður sagt, reyna að sökkva mér í þau viðfangsefni sem bíða mín og hætta þessu viðstöðulausa vafstri. Tónlist, kvikmyndir og tölvuleikir eru ágætis afþreying og afþreying er lykilorðið, ég ætti ekki að gera það að aðalatriði. Aðalatriðið næstu fjóra mánuðina, eða rúmlega það, á, skal og mun vera lestur og lærdómur og ekkert helvítis kjaftæði, nema þegar tími og tóm gefst til.

Hvað er það sem ég ætla mér að gera?
  1. Klára stúdent, helst árið 2007
  2. Ef liður eitt gengur eftir mun ég vinna örlítið og safna pening frá árunum 2007-2008, og svo;
  3. Skrá mig í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands ellegar Akureyri
Áætlun b felst í því að ef hjúkkunámið mun ekki ganga sem skyldi þá skrái ég mig á sjúkraliðabraut, sem ætti ekki að taka of langann tíma sökum þess að ég mun verða útskrifaður stúdent.

Áætlun c mun eflaust felast í því að gefa allt nám upp á bátinn og fara bara vinna og reyna njóta lífsins þegar tími gefst.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

góð hugmynd, ég verð að gera slíkt hið sama reyndar. Hætta að fresta og forðast hlutina og hætta að gera e-ð annað. Lífsstílsbreyting :(
Annars er góð taktík ef þú ert svona háður afþreyingu að loka á alla afþreyingu þar til þú ert búinn með ákv. verkefni eða markmið sem þú hefur sett þér, og svo geturðu verðlaunað þig með afþreyingu eftir að þú hefur lokið því en mátt alls ekki stunda afþreyingu FYRR en þú hefur lokið þessu tiltekna verkefni sem þú settir þér fyrir! :p

Doddi sagði...

Það er bara SVO erfitt :'(

Nafnlaus sagði...

Ég veit :´(
ég hef ekki verið að beita þessari taktík, en ætla mér að gera það, því maður verður að gera e-ð til að ná halda sér við efnið(það hefur ekkert verið að gera það) og ef *það-er-kastað-grein-hundur-nær-í-grein-hundur-fær-nammi* taktín virkar þá ætla ég að reyna að fara eftir því. Ég ætla að neita mér um ákv. afþreyingu/ánægju þangað til ég hef lokið e-ju ákv. smáverkefnum sem ég hef sett mér fyrir. Járnagi. SIEG HEIL!

Doddi sagði...

Já, best að reyna á ´etta! Az reygna az tileinka zér zkilvirk og öguz vinnubrögz! Sieg HEIL!