sunnudagur, september 24, 2006

Leti, framtaksleysi og svona...

Ég velti mér oft uppúr því hvað ég er óhemju latur og framtakslaus. Nenni ekki neinu, geri ekki neitt og hef engann áhuga á að stunda eitthvað annað en að hanga í tölvuleikjum og fletta í gegnum heimasíður. Áður hef ég sagt þetta og ég ítreka enn og aftur : what gives?

Járnskortur? Geðklofi? Búlemía? Eyðni? Eða bara einfaldlega áhuga- og iðjuleysi? Ég tel hið síðasta vera mjög líklegir valkostir og það getur hugsanlega verið járnskortur líka.

En for fuck sake ég þarf að fara hætta þessu og rífa mig upp á rassgatinu og gera eitthvað!
  • Lesa og fara eftir þeim ábendingum sem koma fram í bókinni Becoming a Writer eftir Dorothea Brande.
  • Enn og aftur hætta þessu væli og aumingjaskap.
  • Klára þessa ferðasögu sem ég lofaði.
  • Lesa allar þessar bækur sem bíða eftir að vera lesnar.
En hvað er maður annars að gera þessa dagana? Það ætti nú að vera augljóst öllum þeim sem kunna að lesa að ég er ekki gera mikið þessa dagana. Að vísu er ég að taka þátt í söngvaskemmtun Hornfirska skemmtifélagsins, en að þessu sinni verða tekin rokklög frá ca. 1955-1964; Buddy Holly, Beach Boys, Johnny Cash, Neil Diamond og fleira í þeim dúr. Ótrúlegt hvað útgáfufyrirtæki á þessum tíma dreymdu blauta drauma um raddanir og lélega texta.

Svo var ég að sjá í fréttum að Usama Bin Laden er dáinn. Aftur. Í þriðja eða fjórða sinn. Núna dó hann úr taugaveiki. Áður var það nýrnabilun. Einnig í sprengjuárás. Svo drapst hann líka úr lungnabólgu ef ég man rétt. En auðvitað vilja frönsk yfirvöld ekkert staðfesta þetta endanlega. Um að gera að halda grýlunni á lífi. Hvernig ætli að hann deyji næst?
  1. Krabbameini í ristli
  2. Eyðni
  3. Ein af hjásvæfum hans kæfir hann með kodda
  4. Dettur fram að fjalli
  5. Lendir fyrir bíl
Möguleikarnir eru endalausir. Hann er einsog Elvis.

Elvis Aron Prestley stendur á legsteininum, þetta litla fun-fact hefur gefið Elvisdýrkendum byr undir báða brotna vængi um að þessi fituhlunkur og fíkill sé enn á lífi, því hann hét Elvis Aaron Prestley. Rétt einsog Usama Bin Muhammad Bin Ladin heitir líka Shaykh Usama Bin Ladin, prinsinn, emírinn, Abu Abdallah, Mujahid Shaykh, Hajj og framkvæmdastjórinn. Stundum kallaður Osama Bin Laden.

Usama lifir. Einsog Elvis. Ekki satt?

1 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Prófaðu Rautt Eðalginseng. Þetta er ekkert spítt-neitt, bara subtle og hefur engin önnur þau áhrif að maður meikar allt mun betur.

Engin fráhvarfseinkenni eða neitt. Tekur smá tíma að síast inn (ca. viku). Kostar...ekkert alltof mikið. Hefur samt alveg gert sig fyrir mig.