fimmtudagur, september 28, 2006

Vel á minnst...

... þeir sem hafa mikinn áhuga á skeggvöxt athugið:

Ég hef rakað af mér ryðgaða víradraslið sem var byrjað að stingast í nef mér og bringu og valda óþarfa óþægindum. Í kjölfarið komist að þeirri niðurstöðu að mikið skegg hæfir eingöngu gamalmönnum, sækópötum og blindum konum. Hef þarmeð rofið þann eið er ég setti í lok sumarsins um að raka ei af mér skeggið, sem var þá orðið tölvuert. Ég bara hef hvorki þolinmæði í það að safna moðerfokking skeggi í heilt fokking ár og auk þess kom þetta ekki sómasamlega út. Þetta var orðið ljótt og asnalegt. Hvorteðer, ég er miklu sætari skegglaus ellegar með takmarkaðan skeggvöxt.

Sönnunargagnið er ekki astralterugubb (úff! Slappur þessi!) en sjáið þetta:


Huggulegur, ha? Ég skora þann mann á hólm að kalla mig skeggsvikahrapp og dusilmenni sem ekki sér hina óumdeilanlegu fegurð á þessari vel teknu sjálfsmynd.

(og ekki sakar að hafa þetta gullfallega barn þarna í bakgrunninum til að vega á móti fegurðinni minni og guli liturinn lýsir upp lífið og tilveruna sem gerir mig enn fallegri og barnið líka, auk þess glittir í Leviathan (með Mastodon)-bolinn minn)

Þetta var hin árlega skylduegófærsla, njótið og niðurhalið myndinni af mér og finnið tíma til að fróa ykkur yfir fegurðinni.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þess má til gamans geta að þetta gullfallega barn í bakgrunninum er ég! Og ég verð fallegri með hverju ári sem líður.

Er stofan orðin gul?

Doddi sagði...

Nja... þetta er bara nikótín.

Nafnlaus sagði...

Djöfull ertu steiktur Þórður

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Ógæfumaður.

radikdais sagði...

Casinos like blackjack, casino and poker - Dr. Maryland
Gambling is so real that we can 남양주 출장마사지 all be grateful. At the time of 김제 출장안마 writing I found that blackjack was a pretty 서울특별 출장마사지 good 구리 출장마사지 card game 광주광역 출장안마 and was a great card game.