Í þessu sitcom-fjölmiðlaðamettaða umhverfi á maður stundum bágt með að meta alminilega þá ánægju að hitta vini og ættingja. Stundum finnst manni að er maður sest niður með góðum vini eða nánum ættingja að samræðurnar munu spinnast líkt og maður væri í sjónvarpsþætti, að samtalið mun ganga snuðrulaust fyrir sig og sé "fullkomið", það er að segja að um leið og maður er komin í réttar stellingar og rétt umhverfi, t.a.m. á kaffihúsi með drykk í hönd, að í kjölfarið koma ótrúlega hnyttin og góð svör við svakalega áhugaverðu umræðuefni. Einhverskonar Friends-syndróm.
Ef það kemur þögn, þá er eitthvað "að" og ef enginn segir neitt þá er það orðið vandræðalegt. Það er óumflýjanlegt í þessum raunheimi að hafa ekki neitt til að tala um. Þrátt fyrir fyrri loforð um að hafa eitthvað að segja þegar einhver spyr "hvað er að frétta?" þá er maður enn fastur í skyldusvarinu "bara allt ágætt!" þó maður vitaskuld komi með fljóta umsögn í kjölfarið hvað maður hefur verið að gera.
Það sem maður á stundum bágt með að gera sér grein fyrir er hvað það er alveg frábært að vera í góðum félagsskap, jafnvel þó að maður hafi ekkert merkilegt að segja. Lífið er ekki sjónvarpsþáttur. Þó það væri óneitanlega sérstakt að hafa sitt eigið húsband á eftir sér sem spilar þemalagið Þórður og undirstrika þegar ég segji eitthvað ótrúlegt og hnyttið, þá er það ónauðsynlegt þó það væri óneitanlega kúl.
Ef það kemur þögn, þá er eitthvað "að" og ef enginn segir neitt þá er það orðið vandræðalegt. Það er óumflýjanlegt í þessum raunheimi að hafa ekki neitt til að tala um. Þrátt fyrir fyrri loforð um að hafa eitthvað að segja þegar einhver spyr "hvað er að frétta?" þá er maður enn fastur í skyldusvarinu "bara allt ágætt!" þó maður vitaskuld komi með fljóta umsögn í kjölfarið hvað maður hefur verið að gera.
Það sem maður á stundum bágt með að gera sér grein fyrir er hvað það er alveg frábært að vera í góðum félagsskap, jafnvel þó að maður hafi ekkert merkilegt að segja. Lífið er ekki sjónvarpsþáttur. Þó það væri óneitanlega sérstakt að hafa sitt eigið húsband á eftir sér sem spilar þemalagið Þórður og undirstrika þegar ég segji eitthvað ótrúlegt og hnyttið, þá er það ónauðsynlegt þó það væri óneitanlega kúl.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli