Þetta er yndislegt stríð þarna í Írak. Rauði hálf-máninn ætlar að fara með hjálpargögn og birgðir til Falluhja, sjö bílar stútfullir af vatni, mat og lyfjum og hvað gerist. Nei, útaf öryggisástæðum mega þeir ekki koma. En af hverju? Gæti það verið útaf þeir eru að nota vopn sem Íraski herinn notaði gegn Kúrdum á sínum tíma með samþykki þáverandi stjórarmenn BNA? Í raun notaði breski herinn líka gas á móti uppreisn í Írak í kringum 1918 skilst mér, en þær upplýsingar koma frá breska sjónvarpsþættinum "Between Iraq and a Hard Place". En sá þáttur sýndi vel hverni sagan fer í furðulega hringi.
Fréttaflutningur er orðinn gegnumsýrður af lygum, þvættingi, fölsunum, útúrsnúningum og áróðri að málið með þessar fréttir að maður veit ekki hverju maður á að trúa, ein hlið segjir eitt, önnurhlið segjir hitt og einhver í miðjunni segjir allt annað. En ég leyfi mér að staðhæfa að það er verið að nota vopn sem eru bönnuð samkvæmt alþjóðlögum, napalm og cluster-sprengjur:
"In the succeeding years, the General Assembly received seven reports on human rights in armed conflict from the Secretary-General, who also submitted reports on international law covering the prohibition or restriction of the use of certain specific weapons, on the protection of journalists and on the use of napalm and other incendiary weapons."
-Tekið frá heimasíðu Sameinuðu þjóðana
Her eru tvær áhugaverðar síður:
Sorry Everybody og Baghdad Burning
Engin ummæli:
Skrifa ummæli