Stríð?
Hér er stríð, "myndir sem er ekki sýnt í sjónvarpi." Allt virðist vera svo æðislegt eftir að hafa farið í gegnum þessar myndir. Svo rólegt, friðsamlegt, mannúðlegt og góðhjartað. Alltí gúddí og alltílæi!
Hvernig dirfast yfirvöld, fjölmiðlar og aðrir óupplýstir og fáfróður almúgi að kalla það sem er í gangi í Írak stríð? Stríð er þegar tveir (eða fleiri) herir kljást! Ekki einn, heldur tveir! Stríð er ekki fjöldamorð á saklausum borgurum! Stríð er ekki alhliða vígavopnasýning hergagnaiðnaðar Bandaríkjana. Stríð er ekki mannúðlegt eða góðhjartað. Það á aldrei nokkurn tímann að koma til þess nema í algjörri nauðsyn, ef allar diplómatískar aðferðir virka ekki til þess að afvegaleiða geðsjúkan leiðtoga með mikilmennskubrjálæði og vænan skammt af ranghugmyndum, sem er stjórnað af siðblindum og vitfirrtum ráðgjöfum. Þá er ég ekki að tala um Saddam Hussein. Hann er engill. Enda fór hann aldrei í stríð við meginþorra heimsbúa, þ.e. almenninginn, pöpulinn.
ER ÞETTA NAUÐSYNLEGT?
EN ÞETTA?
HVAÐ MEÐ ÞETTA HÉRNA?
Er hægt að finna gleði og hamingju á þessum myndum?
Fjandinn hafi það. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af morð og dauða, stríð er viðbjóður. Ég fell tár í hvert einasta sinn sem ég sé myndskeiðin frá Írak í Fahreinheit 9/11. En ég mun ekki fella tár ef slatti af vanvirtum, dauðþreyttum og kúguðum almenningi í Mið-, Norður- og Suður-Ameríku rís upp í vonsku og heift, stormi til Washington og hreinlega myrða þessa menn til að endurheimta sæmd sína, og ef nauðsynd krefur til að undirstrika þessa ólgandi reiði, stjaksetja höfuðin og planta þeim fyrir framan hýbili allra helstu auðkýfinga landsins með skilaboðin "Ekki aftur! Ekki dirfast!"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli