þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Rosalega er heimurinn stór...

Ég hef á tilfinningunni ég sé lítill frunsa á lítilli freknu á afar litlum manni. Sinnu-, framtaks- og áhugaleysi hrjáir mig alvarlega. Ég nenni ekki að gera neitt, ég hef engann áhuga á því að gera neitt, tel að það bjargi ekki neinu að gera eitthvað og hverju mundi það svosum breyta ef ég gerði eitthvað? Ég er andsetinn af gegnumsýrðu vestrænu sjónvarpsveruleikafirrtum hugsunarhætti! Það er að segja, maður heyrir litla rafræna rödd sem segjir "það er ekkert sem þú getur gert!" Þetta er ekki alveg að ganga upp.

...en hann er það ekkert. Allt sem þú gerir hefur áhrif.

Engin ummæli: