laugardagur, maí 14, 2005

Kóngarauður - Ábending

Ég hef nú verið að hlusta á plötu, sem er eflaust ein af 10 bestu rokkplötum sem gefnar hafa verið út. Ég er hugfanginn.

Sjaldan verður maður hugfanginn af plötu og þegar það gerist þá á maður það til að klára kvótann á henni, so to speak, þ.e. að spila hana aftur og aftur, en ekki þangað til maður fær leið á henni, frekar þangað til maður vill taka smá pásu frá plötunni. Fyrsta platan sem ég hlustaði á og varð platónástfanginn af var snilldargripurinn Doolittle (1989) með hljómsveitinni Pixies, ég spilaði diskinn aftur og aftur árið 1992. Ég man að ég tók textana af þeirri plötu og þýddi þá á íslensku.

Félagar mínir og ég stofnuðum hljómsveit í kjölfarið á kommenti sem einn vinur minn kom með í lokin á einu leikriti þegar við vorum í gagnfræðiskóla. Hljómsveitin bar það áhugaverða nafn: Sammi Brunavörður. Þetta var árið 1993. Útfrá þessu samstarfi komu smellir einsog Afi, Skilnaður og Er að byggja brú. Þessi hljómsveit fékk kortersfrægð um þrisvar sinnum á þremur árum eða svo (og enn þann dag í dag er verið að spila Afi og Skilnaður (að vísu af sömu hljómsveitarmeðlimum)). Eitt lag var samið og textinn af Debaser eða Afbasari var sungið við það. Við debjútuðum það lag og koveruðum lög einsog Í nótt með Fræbbblunum á þorrablótshátíð á vegum Heppuskólans (s.s. gagnfræðiskólinn) og vægast sagt slógum við í gegn hjá örfáum með þetta hráa, hormónafulla og greddulega rokk sem spilað var af einstaklingum sem voru tiltörulega nýbúnir að læra á hljóðfæri og einn sem ekki kunni á neitt hljóðfæri, þ.e. ég.

Doolittle er ein besta plata sem ég hef heyrt.

Önnur plata sem er mér eftirminnileg er War of the Worlds eftir Jeff Wayne, sem er söngleikur byggður á samnefndri sögu eftir H.G. Wells. Þetta var á sama tíma og ég fékk fyrst að hlusta á Doolittle, eða þar um bil. Bróðir minn hann Hálfdan og vinur hans og minn, meistari Óskar P., gerðu í því að kynna mér fyrir tónlist, það sem þeir töldu vera góða tónlist og ég var oftar en ekki afar sammála(e.t.v. því ég var ungur og áhrifagjarn). Hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við Pink Floyd, Frank Zappa, Einstürzende Neubauten, Tom Waits, Sonic Youth, Fugazi, Jesus and Mary Chain, Faith No More, Prong, Thought Industry, HAM, Dinosaur Jr., Filter, Primus og fleira sem þeir dældu í mig á aldrinum 11-16 ára og dæla enn þá í mig faglegar ábendingar um góða tóna, eo. Shellac, Medeski, Martin&Wood, Miles Davis, Man or Astro-Man, Flaming Lips og Spiritualized svo fátt eitt sé nefnt.

En ein hljómsveit er það sem ég man vel eftir og er meira segja að hlusta á plötuna sem ég kynntist fyrst með þeim og ber titilinn In the Court of the Crimson King með hljómsveitinni King Crimson. Afar, afar góð plata frá 1969 og er talin vera og er eflaust hornsteinn alls þess er kallað er "progressive rock" eða framúrstefnulegt rokk. King Crimson eru áhrifavaldar hinni stórgóðu prog-rock hljómsveit Tool ásamt ótal mörgum öðrum hljómsveitum. King Crimson hituðu upp fyrir Tool eftir að King Crimson gáfu út plötuna The ConstruKtion of Light árið 2000, sumir segja að Tool hefði átt að hita upp fyrir þeim. King Crimson er tæknilega séð eins manns hljómsveit, og þessi eini maður er Robert nokkur Fripp. Mér finnst magnað að hugsa út í það núna að þessi plata, In the Court..., féll svona vel í kramið hjá 12 ára stráki.

En nú, rúmum 14 árum seinna, er ég að enduruppgötva þessa æðislegu hljómsveit og þessi tiltekna plata sem ég tel að ætti að eiga heima í einhverjum ímynduðum lista af topp 10 rokkplötum sem gefnar hafa verið út er platan Red sem gefin var út 1974, en sama árið (á undan Red) gaf King Crimson út plötuna Starless and Bible Black, sem einnig er góð. En Red er mér hugfanginn þessa dagana og ég stunda hér smá trúboðastarfsemi til þeirra einstaklinga sem eiga leið hér hjá:

KAUPIÐ (eða niðurhalið og brennið) PLÖTUNA
RED
MEÐ KING CRIMSON!

6 ummæli:

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Smá nitpick, hann heitir Ropert Fripp og platan heitir In the court of the Crimson King. En frábær plata engu síður. Og einn skemmtilegur punktur, allir þeir sem voru á þeirr plötu hafa stofnað hljómsveit sem kallast 21st Schizoid Band og spila þau lög sem King Crimson spiluðu þá útaf því hann Mr. Fripp er hættur að spila þau lög.

Doddi sagði...

En Red finnst mér vera mun betri en In the Court... þó hún sé æðisleg.

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Hef ekki hlustað á þá plötu ennþá, en það mun koma að því.

Persónulega mæli ég líka með Anoraknophobia og This Strange Engine með Marillion og Back to the Times of Splendor með Disillusion

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Já en ... hvað ef mér þætti hún leiðinleg?

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Þitt álit skiptir engu máli :Þ

Doddi sagði...

Þá ert þú bara bjánaprik.