mánudagur, maí 09, 2005

Sjúklegar áhyggjur

Feimni, kvíði, félagsfælni...

...ansans vandræði.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

mér finnst þú ekkert sérstaklega félagsfælinn.. hvernig félagsfælni er það annars? Eða segir þú þetta bara út af því þú hittir fólk bara á kaffihorninu og í skólanum?

Doddi sagði...

"Félagsfælni má skilgreina sem yfirdrifinn, óraunhæfan, og þrálátan kvíða í tengslum við félagslegar aðstæður, þ.e. samskipti við annað fólk eða að framkvæma athafnir að öðrum viðstöddum. Kvíðinn veldur því að einstaklingurinn forðast meðvitað slíka félagslega þátttöku, finnur til mikils kvíða í aðstæðunum og/eða hefur kvíða við tilhugsunina eina. Þeir sem þjást af félagsfælni gera sér almennt grein fyrir að um óraunhæfan ótta er að ræða. Kvíðinn er það mikill að hann hefur hamlandi áhrif á daglegt líf einstaklingsins."

Meira um það hér

Þórunn Gréta sagði...

Þetta er ófremdarsálarástand á þér sé ég.... þú þarft ekkert að vera hræddur við mig þó ég sé soldið eins og Grýla ;)

Nafnlaus sagði...

Þú skalt sko ekki forðast mig meðvitað!!!
Ég var svona á unglingsárum en eitthvað hefur það batnað.

Doddi sagði...

Ég er nú að vinna bót á þessu máli. Einsog Alexandra segir þá virðist ég ekki vera neitt félagsfælin, en það eru vissir hlutir sem ég get ekki talað um eða gert.

Bessi minn, ef þú heldur að ég sé að forðast þig þá hefurðu rangt fyrir þér og ef þú ert að taka mið af MSN-notkun minni sem er mjög lítil þá er það alveg satt að hún er mjög lítil en ekki útaf því ég er að forðast fólk það er útaf því að ég er oft að gera eitthvað allt annað... þetta allt annað felst í því að spila tölvuleiki. En minniháttar MSN-notkun mín hefur samt gert það að verkum að ég einfaldlega gleymi oft að logga mig inn.

Doddi sagði...

Hluti af þessu ferli felst náttúrulega í því að gera sér grein fyrir vandamálinu.