miðvikudagur, júní 01, 2005

Leti

Ég er nokkuð latur, ég viðurkenni það, en þessi leti er byrjað hafa áhrif á getu mína til að framkvæma ýmislegt. Sinnu- og áhugalaus gagnvart ýmsum málefnum sem snerta mig; áhugamál og vinskapur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er ég gríðarlega feiminn einstaklingur, og það er sjaldan sem ég opna mig á einhvern hátt nema það tengist hversdagslegum og veraldlegum málefnum og eyði oft talsverðum tíma í að fræðast um það; stjórnmál, alþjóðlegar deilur, stríð, kvikmyndir, tölvuleikir og ýmsar fræðigreinar.
En þetta eru allt dægurmál, hobbý. Kemur minni innri persónu ekkert við. Ég fæ mína útrás í að lýsa því yfir hvað þessi kvikmynd er ömurleg, eða hvað þessi tölvuleikur er frábær, eða hvað þessi stjórnmálamaður er leiðinlegur, eða hvað þetta stríð er kjánalegt. Ég fæ sjaldan útrás við að lýsa yfir því hvernig mér líður nema með klisjukenndum setningum á borð við "Bara ágætlega" eða "allt ágætt", enda er úr svo mörgu að moða að maður nær ekki að koma því frá sér í einni eða tveimum hnitmiðuðum setningum: "Ég er tiltörulega ánægður með lífið, en það er margt sem hefði mátt fara betur en það er nú lítið hægt að gera í því núna, þó er ég að vinna í því að bæta það upp, það mun taka sinn tíma en verður vel þess virði á endanum. Ég er nokkuð bjartsýnn á framtíðina og býst ekki við öðru en góðu, þó hefur það ekki alltaf verið svoleiðis, ég hef haft mín "up´n´downs" og ég hef lent í hyldjúpan svartsýnispytt og haft það á tilfinningunni að enginn leið sé uppúr honum, en það hefur breyst á seinni tíð." sem oftast þýðir í niðursuðu-íslensku "Ég hef það fínt"

Ég hef lítið samband við vini mína, ég hringi sjaldan, hitti þá sjaldan og ég hef ekki sent eitt rafrænt bréf er inniheldur meira en tvær eða þrjár setningar í óralangan tíma. En þeir verða bara að láta þetta litla blogg duga í bili.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eins og talað út úr mínu hjarta

p.s Ingibjörg Sólrún er hóra, HÓRA!!

Nafnlaus sagði...

vá...en..þroskað komment, greinilega djúpir hugsuðir hér á ferð

Doddi sagði...

Þú talar í fleirtölu systir kær og þ.a.l. dæmir innlegg ónafngreinds aðila samhliða mínum hugleiðingum. Hvort þetta er gert viljandi eður ei, veit ég ekki.

En ei veit ég hvort að "ps"skilaboðin voru til þess að stuða eða bara sem glettilegt grín.

Nafnlaus sagði...

ég er að tala um lítinn hóp af fólki sem skoða síðuna þína að frá töldum nokkrum einstaklingum