þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Adolf Hitler

Horfði á þessa mögnuðu mynd um síðustu daga Nasistastjórnarinnar og Adolf nokkurs Hitlers. Myndin kallast Der Untergang (smekklega þýdd á ísl. sem Hrun) og er hreint út sagt alveg frábær upplifun. Má kalla þetta uppgjör Þýsku kvikmyndalistarinnar gagnvart þessu tímabili?

Einnig er það óskaplega þægilegt að sjá Hitler vera leikinn af afbragðsgóðum þýskum leikara að nafni Bruno Ganz og talandi þýsku og auk þess að gera manninn manneskjulegan með sína geðbiluðu galla og parkinson en ekki einhverskonar holdgerving illskunar, nokkurs konar sonur Satans einsog Robert Carlyle gerði í Hitler: Rise of Evil.

Mér fannst Hitler í þeirri mynd vera nær alltof og alltaf æstur, froðufellandi júðahatari með mikilmennskubrjálæðistakta, sem blikkaði kannski tvisvar í gegnum syrpuna. Þó svo að Hitler hafi eflaust verið soddan skíthæll, þá fannst mér þessi túlkun bara ekki trúleg, eiginlega frekar ótrúleg.

En Der Untergang gef ég æruverðug meðmæli.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jáá okay ágætlega leikinn.. En mér fannst samt leikarinn sjálfur ekki passa inn í hlutverkið. Góð mynd sem hefði samt ekkert verið án þýskunar.

Besta myndin aftur á móti sem ég hef séð á þýsku var Das Boot. Hún var átakanleg.