mánudagur, ágúst 29, 2005

Ástæðan af hverju fólk trúir einhverju bulli

Why people believe weird things eftir Michael Sherman er afar áhugaverð bók, fróðleg og skemmtileg. Ég var að enda við að lesa 25 spurningar frá Sköpunar"vísinda"trúmönnum og 25 svör frá vísindamönnum við því. En merkilegra finnst mér sú viðvörun sem Sherman gefur manni við að fara í rökræður við sköpunarsinna, í raun mælir hann gegn því. Þó svo að hægt sé að rökræða við þetta fólk að einhverju marki þá er ekki hægt að komast að neinni sameiginlegri niðurstöðu, því umræðan fer í óstjórnlega hringavitleysu, MORFÍS-röktakta og útúrsnúninga, einsog má örugglega finna í einni tilteknri umræðu á spjallborði Vantrú.is, þ.e. fyrir þá sem hafa þolinmæði að þreifa sig áfram í myrkri og tjöru sem þessi umræða er. Þróun er orðin afturför, svart er orðið hvítt, bifíflían er grundvöllur allra vísinda þannig að óhætt er að brenna aðrar bækur enda stangast það á við Orðið og allt er þetta orðið orð gvuðs að þakka hvernig allt er orðið. Jörðin og við erum svo fullkomin að það hlýtur að vera guðlegri forsjón að þakka og annað einsog helbert kjaftæði og fimbulfamb. Af hverju er ég með geirvörtur? Hvað hafði ég að gera við þennan bévítans botnlanga? Hvað var svo málið með tvíburann í rassinum á mér*? Og ef allt er svo fullkomið og frábært af hverju er verið að rífast um það?

Sem sagt viðvörunin er sú að þrátt fyrir öll þau skotheld rök og kjarnyrtar spurningar sem viðkomandi mun skjóta á sköpunarsinnan þá mun viðkomandi ekki eiga séns í að "vinna" rökræðunna því Sköpunarsinnin mun eflasust slá þessu öllu uppí grín og glens, svara þessu á póstmódernískan hátt með smá bifíflíukenndum tilvitnunu og reyna hvað hann getur til að sigra andstæðinginn. Þar liggur akkúrat vandamálið. Þetta snýst ekki um rök heldur að vinna, sigurinn að fá smá forsmekk af því að drottna. Vandamálið er að vísindi snúast ekki í kringum sigra um hver er betri að bauna út heimildum heldur að komast niðurstöðu byggðar á athugunum og ígrundun þar sem þeir aðilar sem koma að rannsókninni geta verið sáttir við. Síðan geta sömu aðilar eða aðrir tekið þessa kenningu eða niðurstöðu tætt hana í öreindir eða betrumbætt.

Vísindi og trú geta ekki og munu aldrei fara saman.

*tvíburi í þessari merkingu er semsagt aukalegur og vita gagnslaus þarmur sem getur, ef hann er ekki umsvifalaust klipptur í burtu, valdið sýkingu og öðrum viðbjóði.

1 ummæli:

Doddi sagði...

Mig klæjaði í lófana við að klára síðustu 34 síðurnar af þessari magnaðri bók. En þá kemur í ljós alvarlegur prentgalli. Er ég kom að síðu 244 þá tók við kunnuglegur texti á næstu síðu og síðum, semsagt af einskærum klaufaskap útgefanda þá höfðu síður 213 til 244 verið prentaðar aftur í staðin fyrir 245 til 276. Þetta var ansi ömurlegt, en sem betur fer var það ekki ég sem keypti gallaða vöru heldur vinur minn marxistinn. Vona að drengurinn hafi enn kvittunina fyrir bókina.