Ef það er eitthvað sem dregur úr lífsgleði mína og kátínu minni þá er það sú staðreynd að geta ekki skilið hluti sem ég ætti að skilja. Í þessu tilviki er það tvennt:
- Stærðfræði
- Stúlkur
Undanfarna daga hefur skortur á kunnáttu minni varðandi þessa tvo hluti verið ofarlega á baugi. Nú rétt í þessu var ég að ljúka lotuprófi í stærfræði 122 sem ég vart gat þraukað í gegn, en kláraði þó en hvort það hafi verið með prýði get ég ekki verið svo viss. Held að lykt af líkamsvessum hafi náð nýjum hæðum, nema að kaffið hafi verið þess valdandi. Sumir ef til vill flissa yfir því að jafn gáfaður spekingur og ég er get varla klórað mér í gegnum grunnáfanga í stærðfræði, en þetta er dagsatt. Ég fyllist kvíða og finnst mér stundum einsog ég sé að svíkja undan gáfum mínum með því að lýsa yfir heimsku í þessu fagi. Það er ekki svo að ég kunni ekki margföldunartöfluna, frádrátt og samlagningu, en hornafræði, stærðfræðisannanir og ýmsar algebruformúlur er eitthvað sem ég get ómögulega ekki komið mér í skilning til að skilja. Ég er enn að bíða eftir að eitthvað smelli saman í kollinum á mér sem mun verða þess valdandi að ég get farið í gegnum allar tiltölulega erfiðar tölulegar gátur jafnauðveldlega og ég get slátrað tveim bjórum á hálftíma. En einsog staðan er í dag þá skammast ég mín fyrir þessa vankunnáttu mína og mín ósk er sú að ég mun rekast á útskýringu er varðar þetta sem er svo einföld og skynsamleg að ég mun kveinka og gráta af gleði og hlæja af því tímabili þegar stærðfræðin vafðist fyrir mér.
Hvað varðar hitt kynið, þá er tilvalið að vitna í Albert Einstein:
Hvað varðar hitt kynið, þá er tilvalið að vitna í Albert Einstein:
"A clever person solves a problem...Spurninginn er er ég vitringur eða gáfumenni?
...a wise person avoids it."
1 ummæli:
Þú ættir að geta skilið stærðfræðina en jedúdamía það er enginn leið að skilja konur :O
Hornafræði er ekki eins flókin og maður heldur, með meiri æfingu verður maður betri. Annars lærði ég hornafræði á dönsku í MR, það var geikt.
Skrifa ummæli