Kenningar um stöðu þróunarlanda
Til að geta réttilega gagnrýnt kenningar er varða stöðu þróunarlanda er eflaust vænlegast að stikla á stóru og fara gróflega í gegnum helstu kenningarnar og eisntaklinga sem hafa haft bein og óbein áhrif á félagsfræði.
Upphafið á núverandi kenningum er eflaust kaupgæðisstefnan, sem felst í því að þjóðirnar auðgist aðallega á útflutningi. Þetta er kenning sem kynnt var á 18. öld. Frumherji þessara stefnu var hagfræðingurinn Adam Smith sem taldi að hæfni vinnuafls geri gæfumuninn og einnig að fólk fengi svigrúm til að fullnægja þörfum sínum til að versla, sem leiddi svo til verkaskiptingar og þar með til aukinnar velmegunar, en þetta er grundvöllur nútíma hagfræði. Annar hagfræðingur að nafni David Ricardo taldi að sérhæfing og frjáls verslun skapi gróða fyrir alla, sem er ein af grunnskýringum á velgengni þjóða. Kenningar Smith og Ricardo eru á sömu nótunum, þ.e.a.s. sérhæft vinnuafl og frjáls verslun sem eykur hagvöxt og sé undirstaða efnahagslegra hagsælda þjóðana.
Af öðrum mætum hagfræðingum sem lögðu hönd á plóginn var Thomas Malthaus sem kom með þá kenningu að fólksfjöldi stækki hraðar en fæðusöfnun. Hann var einnig á móti hugmyndinni um velferðarkerfi og ályktaði að það mundi hvetja einstaklinga til að eignast fleiri börn sem mundi auka t.a.m. á hungursneyðina og fátækt. Að hans mati getur heimurinn aðeins framfleytt ákveðnum fjölda fólks. Þetta sést í þriðja heiminum sé og verði fæðuskortur, á meðan offramleiðsla sé á fæðu í iðnaðarlöndum. Það er einnig vert að minnast á það að fyrir iðnbyltinguna þá er talið að fjöldu íbúa á jörðinni væri um tvær milljarðir, en á ca. 150 árum þá hefur íbúafjöldi hækkað upp í nærri sjö milljarða eða um 350 prósent. En kenningin um að fólksfjölgun skapi örbyrgð, er hæpin. Fólksfjölgun er afleiðing iðnvæðingarinnar og offramleiðslu á matvælum, frá líffræðilegu sjónarmiði þá verður oft ótrúleg stofnfjöldun ef gnægð er af fæðu.
Einni helsti frumkvöðull í ritun og og gagnrýni hagfræðikenninga var Karl Marx sem var uppi á 19. öld. En kenningar hans eru svo víðamiklar að varla gefst tækifæri að útskýra það hlítar, en þær fólust meðal annars í því:
- að vinna sé uppspretta alls auðs,
- að Kapítalismi er stórvirk aðferð til þróunar framleiðslu og samfélags,
- að útþensla framleiðsluháttanna getur stórskaðað vanþróað samfélag og,
- að þær miklu innbyggðu mótsagnir í kapítalisma leiði að lokum til endursköpunar samfélagsins
Hann lagði fram þá kenningu, byggð á díalektísk söguhyggju[1], um hvernig samfélag þróast, að það byrjaði á frumkommúnisma síðan þrælasamfélag og svo lénsskipulag.
Þessir fjórir einstaklingar lögðu grunninn að þeim kenningum sem við höfum um þróunarlönd í dag. Allar kenningar um þessi mál eru góðra gjalda verðar, en spurningin er hvort og hver þeirra eigi meiri rétt á sér en hinar. Þetta eru margar mjög vel rökstuddar hugmyndir um hvernig hægt er að túlka veruleikann.
Einn af þeim sem byggði kenningar sínar á ritum Marx var Vladimir Ilyich Lenin sem sagði að heimsvaldastefnan væri efsta stig kapítalismans. Hann spáði því réttilega að auðmagn mundi safnast saman á fárra manna hendur og hringamyndun og einokun mundi eiga sér stað í iðnríkjum. Sá gróði sem safnast væri svo nýttur til að kaupa upp auðlindir á spottprísi og fjárfesta í ódýru vinnuafli í þróunarlöndum og framleiðsluferillinn mundi verða heimsvæddur.
Af nútíma hagfræðingum sem vert er að minnast á er Walt Whitman Rostow, en hann kemur með ágætlega útfærða kenningu um þróun samfélaga sem er kallað Flugtak Rostows. Í því felst að undirbúa samfélagið fyrir breytingar og láta það gerjast, gera flugbrautina klára, ryðja hindrunum úr veginum og hefja flugtak í átt að betra samfélagi. Menn þurfi að læra, mennta sig og þá er hægt að sérhæfa í þessu og hinu og ná stöðugleika. Menn læri raða upp í forgangsröð og spara, fara rétt með fjármagn. Þannig muni vera hægt að þróa hagkerfið þannig að það þjóni heildinni en ekki útvöldum og verði síðan að neyslusamfélagi, með verslun og þjónustu.
Flest allar félagsfræðilegar kenningar um vandamál þriðja heimsins eru nær allar byggðar á hagfræðikenningum fyrrtalda einstaklinga, en þrátt fyrir heilu fjöllin af skýrslum, kenningum, hugtökum og pælingum þá eru menn langt frá því að vera sammála um hvert vandamál hins vanþróaða heims er í raun. Kenningar um hvers vegna fátækt sé svo mikil í sumum ríkjum heimsins er hægt að flokka á margan hátt og einnig allar þær aðferðir sem hugsanlega gætu minnkað verulega bilið á milli þjóða í því sambandi. En margar þær aðferðir felast meira og minna í peningagjöfum og von um það að stjórnvöld í viðkomandi ríki breyti rétt. Það er líka spurning hvort að þessar kenningar séu hentugt verkfæri til að vinna gegn fátækt í heiminum? Menn eru ekki sammála um meinið og hver lækningin sé við því. Orsakirnar eru margar. En flestir geta verið sammála að menntun ætti að vera besta undirstaðan fyrir betra samfélag og væri ágætis móteitur við smitandi fáfræði sem viðgengst um allann hinn vestræna heim.
Hinn eiginlega gagnrýni
Forsenda þess að þessar kenningar, þessi hugtök og önnur á borð við þróunarlönd, þriðji heimurinn og vanþróuð lönd má rekja til röð atvika er hófst fyrir um 150 árum þegar iðnvæðingin ruddi sér til rúms í Bretlandi, síðan Evrópu og Bandaríkjunum. Meðalaldur fór hækkandi, kjör bötnuðu og almenn lífskilyrði urðu ólík öllu sem á undan var. Menntun jókst og var ekki lengur aðeins á færi vel stæðum einstaklingum af góðum ættum, sem leiddi til þess að ný kunnátta og þekking óx samfara þessari byltingu, vísindi og tækni fleygðu fram og aðrar fræðigreinar byrjuðu að spretta upp, meðan eldri fræði aðlöguðust til að meta og mæla alla þessar ótrúlegu breytingar; líffræði, hagfræði, félagsfræði, mannfræði og sálfræði svo eitthvað sé nefnt. En þessar fræðigreinar hafa allar haft samverkandi áhrif á hvort annað.
En einatt stærsti galli í hag-, félags- og mannfræðinnar er viðmiðun “vondra” ríkja við “góð” ríki, einfaldlega Evrópa vs. Afríka eða við og hinir. Þar af leiðir að margar kenningar sem miðast við stöðu ríkja í Suðrinu eru tiltölulega gallaðar, en eru samt gagnlegar að vissu leyti. Mörg orðin sem eru notuð koma sér vel til að lýsa gróflega ástandinu, einfalda hlutina þannig að það sé auðveldara að skilja. Þó ber ekki að taka kenningarnar of bókstaflega, enda felast nær allar fræðigreinar í viðmiðunum og tölulegum upplýsingum.
Þegar nokkrir hvítir, miðaldra karlmenn, menntaðir í félagsfræði eða hagfræði í byrjun 20. aldar byrjuðu að líta til nágrannalanda sína suður í Afríku, Asíu eða Suður-Ameríku þá fannst þeim samfélag þar til gerðra þjóðbálka vera tiltölulega ábótavant miðað við þeirra eigin. Þeir töldu þetta vera eiginlega “vanþróað”, fátæklegt og ömurlegt, rituðu ýmsar fróðlegar greinar og kenningar, sem sum voru notuð til að réttlæta nauðsyn ýmis vafasamra ákvarðana. T.a.m. var talið að lykillinn að þessari eymdarlegu lausn væri aukin hagvöxtur í anda Adam Smith og David Ricardo sem hægt væri að innleiða með meiri iðnaði, frjálsum markaði og auknum viðskiptum.Í lok 19. aldar og nær alla 20. öldina hafa iðnvæddu ríkin talið að það þyrfti að breiða hugmyndir um iðnað og markað til hins vanþróaða, óiðn-og ómarkaðsvædda heim og nútímavæða heilu heimsálfurnar í vestrænni mynd á mettíma, en þetta var gert með því að taka yfir heilu ríkin bæði pólítískt (Indland) og viðskiptatengd (Kína). Eða í öðrum orðum, vestrænni tækni, gildum og stjórnskipan var þröngvað uppá mörg ríki með samþykki frá nanóbroti íbúenda.
Margar helstu kenningar innan félagsfræðinnar eru þjóðhverfar og miðast nær eingöngu við þróun iðnríkja í norðri og þ.a.l. að lönd í suðri eru flokkuð samkvæmt staðli hins vestræna, iðnvædda heims sem náttúrulega leiðir til fræðilegri úttekt að lifnaðarhættir í þróunarlöndum eru ætíð lélegar, lífskilyrði hræðileg og fátækt mikil og ástandið í þriðja heimsríkjum eftir stríð og sjálfstæði hefur farið versnandi frá ári til árs undanfarin 60 ár samhliða aragrúa af stöðlum, kenningum og tölfræði, en þó eru til einstök ríki víðsvegar um hinn þriðja heim sem hefur náð markvissum stöðugleika.
Þrátt fyrir einstök tilvik þá er sjaldan tekið beint mið af vanþróuðu ríkjunum og einnig er því haldið fram að öll samfélög þróist á sama hátt, sbr. vinsæla kenningu Rostows um flugtakið. Við skulum samt taka því sem gefnu að ástandið í þriðja heiminum sé slæmt og ólífvænlegt, gæti þá verið að afskipti vesturvelda af hag þróunarlanda verið þess valdandi að skapa þetta ástand? Eða eru hag- og félagsfræðikenningarnar ekki nógu góð til að meta réttilega stöðuna?
Til eru mýmörg dæmi um það að íhlutun Evrópu og/eða Bandaríkjanna, jafnvel þau sem hafa verið gerð í góðri trú, af innanlandsmálum margra ríkja í suðrinu hafa hreinlega verið þess valdandi að ástandið í viðkomandi landi hefur endað í menningarhruni, upplausn og jafnvel borgarastríði, nýlegt dæmi er til dæmis Írak. Í bók sinni, Ríkar þjóðir og snauðar, minnist Hannes Í. Ólafsson á menningarhrun Yir Yoront-þjóðbálksins í Ástralíu eftir að hafa komist í snertingu við vestræna trúboða sem í góðmennsku sinni gáfu stálexi í góðri trú til ýmsa meðlimi þjóðbálksins án þess að skeyta um sögu, siði, venjur og gildi Yir Yoront en helsta uppistaða stjórnskipulagsins hjá þeim voru nokkrar steinexir sem notaðar voru einsog skákmenn í valdatafli, einföld sandkassapólítik. Ef maður notast við hagfræðilega sjónarmiðið, þá myndaðist þarna kreppa sökum offramboðs á öxum og erlenda íhlutu og það var upplausn og hrun.
Það má einnig í þessu sambandi benda á viðtal sem tekið var við Kenýska hagfræðinginn James Shikwati af Der Spiegel þann 4. júlí 2005 síðastliðin (“For God´s Sake, Please Stop the Aid!”). Þetta er ansi merkilegt viðtal sem gefur manni allt aðra sýn á ástandinu í Afríku, hann er ekki að biðla Sameinuðu þjóðirnar um meiri þróunaraðstoð heldur er hann að grátbiðja SÞ um að hætta því alfarið og leyfa Afríku að standa á sínum eigin fótum án fjárhagslegra aðstoðar, sem oftast er gefið í formi lána, sem en eykur eymd og volæðið í álfunni.
Sú fjárhagslega aðstoð sem vesturlönd hafa veitt Afríku undanfarin 40 ár hafa gert meiri skaða en gagn, í raun hneppt álfunni í fjárhagslegan þrældóm og haldið áfram að hamra inní þjóðarvitund Afríkubúa hversu miklir ósjálfbjarga aumingjar þeir eru, líkt og var gert á nýlendutímum, og það þrátt fyrir sjálfstæðið. Hann vill að Afríka verði fjárhagslega og efnahagslega sjálfstæð álfa en ekki betlarar. Eins fjarstæðukennd og það gæti hljómað, þá segir hann að þróunaraðstoðin er ein af megin ástæðum þess að Afríka er í svona miklum erfiðleikum.
Eitt helsta heilsufarslega vandamál í Afríku er HIV-smit og eyðni, hann minnist á það hvernig stjórnvöld í Kenýu nýta sér þetta ástand sér til framdráttar með því segja að meira en þrjár milljónir einstaklinga eru með eyðni en eru raun ein milljón. Þetta má kalla atvinnubetl, eins manns dauði er annars manns brauð og þessi faraldur er orðinn “big business” hjá bandarískum lyfjafyrirtækjum. Efalaust eru stjórnvöld í öðrum ríkjum sunnan Sahara sem ýkja tölfræðina til að betla meiri pening frá alþjóðbönkum, ríkistjórnum og Sameinuðu þjóðunum, sem eru svo viljug til að gera allt fyrir Afríkubúana.
Niðurlag
Það er ekki auðvelt að komast að einhverji einni niðurstöðu um þá kosti og galla er varða heimskenningar. En einsog hefur verið drepið á þá eru alltof margar kenningar er varða hag vanþróaðra ríkja gallaðar einfaldlega útaf menningarlegum mismun. Það er ekki hægt að heimfæra ástandi og aðstæðum heimafyrir á annað land án þess að skeyta um menningarlegan uppruna og sögulega forsendur bakvið ástæður aðstæðna. En þær eru þó hjálplegar til að gera manni kleyft að skilja nokkurnveginn ástandið bæði í þróuðu og vanþróuðu ríkjunum, þó það sé ekki nema á yfirborðinu. Hvað er í raun eitt af meginörsökum þessara stórpólitísku og efnahagslegu brunarústum? Tek bara pól í hæðina og segi hagfræðikenningar í praxís auk skeytingarleysi, græðgi og fáfræði Vesturlandabúa og sögulegt stolt af afrekum “hvíta mannsins”.
[1] Sem er önnur kenning Marx um að hægt sé að líta á söguna sem átök milli andstæðna sem leiði til útkomu.
4 ummæli:
ágæt ritgerð finnst mér.
Síðasta mánuð hefur mikið verið farið í svona kenningar í faginu Þróunarlönd 1 sem ég er í.
Þúst of migið af fáidum að tjá sig um´etta OMG :O
Hefði getað sent þér 4 ppt glósupakka í pósti hoho... of seint núna...
ég á annars að gera 4000 orða ritgerð um eitt af eftirtöldu..*hjálp!* *Vitlauujjjj*..:
1 Friðlýst svæði, ferðamennska og þróun: Hvernig hefur gengið að tvinna þetta saman þannig að hagsmunir heimamanna séu tryggðir um leið og vernd náttúrunnar?
2 Þróunaraðstoð og þátttaka: Hverju hafa kenningar um „þátttökuþróun“ breytt í framkvæmd þróunarverkefna í raun?
3. Orkuþörf og orkuvinnsla: Hvaða möguleikar og takmarkanir eru á því að fullnægja vaxandi orkuþörf þróunarlanda næstu áratugi á „sjálfbæran“ hátt?
Í sambandi við lið 1, athugaðu Namibíu.
máske.. ég er alla vega mjög óákveðinn hvað ég ætla að velja af þessu.
Annars fróðleiksmoli: Las eitt sinn að heimamenn e-s staðar í A-Afríku(Kenýa eða Tansanía held ég) voru fjarlægðir af dýraverndarsvæði sem var verið að stofna. Stjórnvöld fóru einfaldlega eftir vilja markaðarins, þ.e. eftirspurn túrista eftir að sjá ósnortna náttúru með villtum dýrum. Mannskepnan passaði ekki í þessa mynd.
Einkennilegt. Eða ekki. Okkar náttúrulega umhverfi er náttúrulega verslunarmiðstöðvar og fangelsi af allskyns tæji.
Skrifa ummæli