fimmtudagur, september 01, 2005

Örlítið um ríkisrekin fjöldamorð

Steinþór Heiðarsson á gerir fjöldamorðin í Úsbekistan að umtalsefni í nýlegri grein á vefritinu Múrinn. Prýðileg ábending um hvað sumir "lýðræðislega kjörnir" einræðisherrar geta komist upp með ef þeir eru hliðhollir vissum aðilum eða hafa ekkert merkilegt upp á að bjóða í sínu heimalandi, s.s. gull og græna skóga.

Af öðrum tiltölulega nýlegum dæmum má nefna Pol Pot og slátrunin í Kambódíu, en talið er að á milli milljón til tvær milljónir einstaklinga urðu bráðkvaddir á skömmum tíma. Um milljón Hútsar og Tútsar í Rúanda sumarið 1994. Eflaust er hægt að tína til álíka hrylling til viðbótar. En tvær spurningar og kvistsvangaveltur spretta uppúr myrkvuðu fylgsni hugarskots míns:

1. Hversu marga vesturlandabúa þarf að drepa í einhverju þróunarríki svo að tekið verði eftir öllum hinum morðunum?
---1.1. Skiptir máli í hvaða þróunarríki morðin eru framin svo tekið verði eftir þeim?
---1.2. Fréttast svona fjöldamorð af þessarri stærðargráðu löngu eða stuttu eftir þau hafa verið framin?
---1.3. Eða er vitað af þeim á undan atvikinu eða á meðan því stendur?
2. Hversu mikið virði er eitt stykki mannslíf í dollurum eða evrum?
---2.1. Ef það er hægt að reikna það út, hvernig er það metið?
-------a) staðsetning
-------b) menntun og kunnátta
-------c) ætterni og húðlitur
-------d) allt ofantalið

Í von um skjót svör,
Kær kveðja
-D.

8 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Það er sagt vera auðvelt að meta hvað eitt mannslíf kostar. Leggja bara saman hvað viðkomandi framleiðir mikið af dóti yfir ævina, eða á eftir að framleiða það sem hann á ólifað, eða hvað hann er líklegur til að framleiða. Þannig er vel menntaður karlkyns Vesturlandabúi mun meira virði en ómenntaður Afríku- eða Asíubúi. Þ.e.a.s. ef eitthvað er að marka formúluna.

Doddi sagði...

Þetta er einfaldlega hægt að mæla með því að taka mið af þjóðarframleiðslu. Skv. því þá eru íbúar í Lúxembúrg verðmætustu mannverurnar á jarðríki meðan einstaklingar í Sierra Leone eru óverðmætustu.

Nafnlaus sagði...

Kannski að þetta sé ástæðan fyrir að mér leiddist stærðfræði í skóla. Hún vegur að mínum innri húmanista.

Nafnlaus sagði...

Hvað í fjandanum koma einhver morð í LangtíRaskatistan mínu lífi eiginlega við spyr ég nú frekar.
Ég myndi hætta að velta þessu fyrir mér. Gerir ekkert gagn.

Doddi sagði...

Maður er ekki vakandi heilu og hálfu næturnar með kökk í hálsinum og tárin streymandi niður kinnarnar útaf áhyggjum af Fjarskanistaíbúm sem deyja í hrönnum.

Skiptir svo sem engu máli enda munu íbúar jarðarinnar snarlega minnka eftir nokkur ár útaf olíuþurrðinni.

Nafnlaus sagði...

bull og vitleysa

Doddi sagði...

BjartsýnAri eða MarkaðurfinnuleiðAri?

Nafnlaus sagði...

heimurinn virdiat vera stutfullur af föðurlandssvikurum allveg ótrúlegt ég meina hva me fjölamorðin i haiti nu eða tutsy hva með gana fuss og svei segi ekki annad lifi Palestína