þriðjudagur, mars 23, 2004

Bækur
Undir Oki Siðmenningar eftir Sigmund Freud
Bláa Bókin eftir Ludwig Wittgenstein

Auk þess tók ég bækur er fjalla um miðtaugakerfið og fíkniefni, líf- og líffærafræði. Er einnig með bók sem heitir "Fötlun og Samfélag" sem ég hef aðeins gluggað í. Las einni lítin kafla sem fjallar um fötlun fyrr á öldum, og það er hreint út sagt ótrúlegt hvað hvíti maðurinn er mikið óbermi.

Kína á öldum áður, og ef til vill ennþá dag í dag, báru mikla virðingu fyrir þroskaheftum, lömuðum, blindum, heyrnalausum, daufdumbum einstaklingum rétt einsog þeir báru mikla virðingu fyrir hvor öðrum. Kínverjar komu fram við fatlað fólk einsog þeir komu fram við eðlilegt fólk og þetta var almenn skynsemi. Hvað gerir hvíti maðurinn á meginlandi evrópu og víðar? Jú, sendu "fávitana" í fávitaskipin, bátar sem sigldu um heimshöfin stútfullt af fötluðu fólki, fötluð börn voru borin út, hent út í á, drepin. Meðferð á geðsjúkum var köld sturta og barsmíðar í margar aldir. Hér er kenning:
"Það er í eðli hvíta mannsins að flokka "æðri" frá "óæðri" og vanvirða alla í kringum sig"

Engin ummæli: