þriðjudagur, mars 02, 2004

Það var opinn vika í skólanum í síðustu viku, ég tók engan þátt í því, fyrir utan eitt. Var beðinn um að skrifa lítinn pistill fyrir eilítið skólabréf sem nefnist Fjálgur. Að vísu var eitthvað skorið burt til að koma því betur fyrir, en ei ætla ég að kvarta yfir því. Hvað haldiði, hér er það:

Ótrúlegt, en skiptir þetta okkur einhverju máli?
Beðinn um að skrifa nokkrar nettar línur um ýmislegt sem mér gæti mögulega dottið í hug. Málið er bara að ég er gjarnan róttækur í málefnum. Ég hefði til að mynda viljað opna umræðu um opnari umræðu um fíkniefni, en ég býst við að því yrði illa tekið sökum kreddufestu og íhaldsemi. Ef til vill hefði ég viljað ræða eitthvað um tengingu auðs og fátækts, t.am. því meira sem sumir græða, því fátækari verða aðrir. En þetta er Sjálfstæðisbær og “fátækt er ekki til hér á landi” samkvæmt speki formanni Daós. Allir eru “ánægðir”, “glaðir” og “ríkir” samkvæmt ýmsum friðþægjandi erlendum könnunum. Hvað með aðskilnað ríkis og kirkju? Trúfrelsi hefur verið hér á landi síðan 1874, en af einhverjum óskiljanlegum og afturhaldsömum ástæðum þá er Lútherkirkjan ríkiskirkjan. Hvað með að tala smá um stjórnmál, hmmm? Hvernig lýst lesendum á það? Hvaða bull, kosningarnar eru löngu búnar, við höfum fengið nóg af slagorðum og innihaldslausu röfli frá fólki sem sækist eftir völdum, við fáum okkar stjórmála-skammt í Spaugstofunni. Þvílíkur heiður að við getum fengið að setja kross á blað á fjögra ára fresti, á þessum tímum framfara og hraða. Ég las einhverstaðar í sögubókunum að við fengum einusinni að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á árunum 1904-1944. Þvílíkur léttir að hafa ábyrgðafullt fólk í ríkistjórn, sem getur hugsað fyrir okkur. Kannski bara að maður að kíki á Kaffihornið og drekki sínum áhyggjum í létt*bjór frá Viking og innbyrði eitthvað skaðlegt sem ríkir fær stóran hagnað af.

*”létt” er nú bara þarna svo að foreldrarnir verða ekki æfir og halda að hér sé óbein auglýsing á ferðinni.

Einnig var eitthvað rætt um það að halda þessum litla skólabréfi áfram, var hugmyndinn sú að reyna koma með eitt blað einu sinni á viku eða aðra hverja viku.


Engin ummæli: