þriðjudagur, mars 02, 2004

Tónlist
Keypti mér einn disk, Talkie Walkie með Air. Ágætis franskt melódískt popp, sungið á ensku með afar frönskum hreim, t.a.m. "Sjerrí blossum gurl" sem þýðir "Cherry blossom girl." Er mikill aðdáandi af Air, hefur verið lengi á döfinni að versla mér aftur þá diska sem ég átti, Moon Safari, The Virgin Suicides, áður en þeir týndust það örlagaríka ár 2000. Eiginlega síðan 2000 hef ég ekki keypt mér diska af neinu ráði. Síðasti diskurinn sem ég keypti var með Outkast, af einhverjum ástæðum, því ég aðhylltist þessu eina skemmtilega lagi sem spilað var á mörgum útvarpstöðum er heitir "Hey-Ya" - finnst það bara vera ágætis gripur, en hlusta ekkert mikið á hann því ég er ennþá undrandi yfir því að ég hafi keypt hann. Ohwell.

Frá Pixies og Primus til Sepultura og Slayer til Air og Aphex Twin, og margt annað þar inná milli sem ég nenni ekki að telja upp. En mín skoðun, tel það vera mikil íhaldsemi og meira að segja afturhaldsemi að halda sér við eina tegund af tónlistarstefnu.

Engin ummæli: