miðvikudagur, mars 16, 2005

Andlegt þróttleysi

Það er óþolandi staðreynd með sjálfan mig að þegar ég fæ einhverja hugmynd til að gera eitthvað af sjálfsdáðum að ég byrja af fullum krafti á einhverju, til dæmis að skrifa heilan hellin gum eitthvað tiltekið áhugamál, hugsa svo með sjálfum mér "aah, þetta var nú gott hjá mér að byrja á þessu, best að klára þetta seinna" síðan gerir maður ekki neitt.

En ég held að sú ótrúlega staðreynd með sjálfan mig að nú er ég búinn að halda lífi í þessarri vefbók í tæpt eitt og hálft ár, með einstaka innlegg. Máske vísir að því ég get byrjað á einhverju og haldið því áfram.

Einsog með skólaverkefni sem maður á að klára eftir einhvern tiltekin tíma og skila inn, maður hefur kannski 2-3 vikur til þess að vinna þetta, en maður vinnur í þessu einhverjum örfáum tímum áður en maður á að skila þessu. Maður verður kannski að ákveða eitthvað "deadline" á þau skrif sem maður hefur í hyggju.

Engin ummæli: