"Something very fishy is going on, I just can´t seem to put my finger on it..."
Það er eitthvað afar gruggugt á seyði á Íslandi í dag og það er komið að því að kafa dýpra í það mál. Manni finnst einsog eitthvað sérstakt sé í undirbúningi, en ég bara veit ekki hvað. Dularfullar ákvarðanir eru teknar á æðstu stöðum og af pólítískum toga. Ráðning hæstaréttadómarana tvo til að mynda, sem báðir eru nokkuð tengdir einum ónefndum utanríkisráðherra, hið furðulega háttalag framsóknarkvenna í Kópavogi sem má ef til vill rekja til Magnúson-bræðra og nú ráðning fréttastjóra útvarps sem einnig er að einhverju leyti tengdur þessum fyrrnefndu bræðrum, hef ég heyrt.
Hvað er í gangi? Ég veit það ekki. Af hverju er þetta svona dularfullt? Því þetta og eflaust fleira (s.s. stuðningur við innrásina, Kárahnjúkaósóminn, stanslaust ráðherraklappábakið, vanvirðing gagnvart landsmönnum o.fl.) er eitthvað svo... uncanny. Á þetta að vera svona dularfullt? Tja, þetta gæti átt sér afar einfaldar og rökréttar skýringar, en það er bara svo mikill samsæriskeimur, illa lyktandi daunn af einhverju valdabrölti af þessu að maður kemst ekki hjá því að líta á þetta sem eitthvað misterí. Ber ég svona lítið traust til ráðandi afla í landinu? Vissulega.
Hef ég tíma til að reyna grúska í þessu máli og tengja punktana saman? Ja... nei, kannski... ég veit það ekki. Maður er með svo mikinn athyglisbrest að ég get oft ekki haldið mér við sama efnið í of langan tíma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli