Rosalega er mikið um pukur og hvísl hér í okkar litla þjóðfélagi. Held að Íslendingar ættu að vera fljótir að fyrirbyggja allan miskilning hjá útlendingum um að hér þekkja allir alla og vita allt um allt sem gerist hér, því það er einfaldlega rangt.
Við vissum ekki af því að við studdum innrásina inni Írak á sínum tíma, að vér Íslendingar værum allt í einu herská þjóð. Við höfðum ekkert um útlendingafrumvarpið að segja eða setja útá, sem gerði okkur með einu pennastriki að hálfgerðum rasistum. Við fáum ekki að hindra stórfyrirtæki og auðvaldshyggjurottur eyðileggja okkar næstum því hreinu og ósnertu náttúru, sem sýnir í raun hvað við erum sinnulaus. Ei ráðum við því heldur í hvað peningarnir okkar fara. Við fáum ekki að sjá neinar skýrslu um hugsanlega hryðjuverkaárás á okkar friðsamlega land. Ekki voum við spurð hvort við vildum gera Símann að einkafyrirtæki, hvað þá bankana. Sjaldan fréttum við af því að vita gagnslausir framkvæmdastjórar lífeyrisjóða fá tug milljón króna starfslokasamning fyrren hann er rekinn og fær sinn tug milljón króna starfslokasamning. Við fáum sjaldan sem ekkert að vita hvaða ákvarðanir æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru að taka á degi hverjum í okkar nafni, hvað þá borgarstjórar, bæjarstórar, forstjórar, framkvæmdastjórar, kvótakóngar og hluthafar. Það muna eflaust fáir eftir því þegar Davíð Kjarnaoddsson ætlaði sér sko aldeilis ekki að bjóða sig fram sem formann, hvað þá forsætisráðherra á sínum tíma, en gerði það samt.
Og það besta við þetta allt, okkur er alveg skítsama hvort eð er. Þetta er bara efniviður í menningarlegt kaffihúsaröfl og undirstrikum þar með okkar afkipta- og sinnuleysi. Enda kemur oft í ljós í reykmettuðu umhverfi með smá keim af mokka að það vita flest allir um þetta allt saman (sérlega heppilegt að minnast á það eftir að atburðirnir hafa átt sér stað), gott dæmi er: Olíusamráðið. Það vissu hreinlega allir af þessu og okkur var alveg skítsama, það er ekki fyrr en einhver stofnun á vegum ríkisins gerir athugasemd í formi skýrslu og himinháar en snarminnkandi sekt. Þá verðum við reið.Vissulega eru til nokkur dæmi þar sem okkur er gjörsamlega er nóg boðið. T.a.m. þegar ráðherrar og þingmenn klöppuðu sér á bakið með því að gefa sér launahækkun þrisvar sinnum á tiltörulega stuttum tíma, því var mótmælt. Fjölmiðlafrumvarpið er gott dæmi um það hvað við erum oft dregin á asnaeyrum, enda var útlendingafrumvarpið samþykkt á sama tíma, en sýndi samt einhverja samstöðu þjóðarinnar að "nú væri fulllangt gengið". Írakstríðið varð að bíða útaf kosningum. Bobby Fischer er allt annar handleggur.
Einsdæmi er síðan orð sem er ofnotað hér á landi. Það er einsdæmi að þetta og þetta hefur gerst. Einsdæmi, aldrei átt sér stað fyrr en nú. Einsdæmi að einhver kona út í bæ, sem er einnig starfandi borgarstjóri, bjóði sig fram á Alþingi og það þrátt fyrir að margir borgarstjórar ónefnds flokks hafa setið á þingi og jafnframt verið borgarstjórar í gegnum tíðina. Einsdæmi að hér eigi sér lýðræðislegar og málefnalegar umræður um réttmæti einhvers ónefnds og ótiltekna innrás. Einsdæmi hitt og einsdæmi þetta. Maður getur vitnað í sögubækurnar, eða annálana gömlu um það "einsdæmi" þegar lýðurinn verður fullþreyttur á ráðríki og ofstopa ráðamanna eða annara stjórnenda, t.a.m. þegar sýslumaður á vestfjörðum var tekin höndum saman og hálshöggvin af héraðsbúum einhverstaðar á Vesturlandi á 15. öld enda var maðurinn fífl. Eða þegar nemendur Lærða skólans hættu að mæta í skólann á 19. öld útaf því þeim var skyldað að ganga í félag sem meinaði þeim um þær lífsins nautnir að drekka úr sér vitið og stofnuðu í kjölfarið félag sem þeir máttu drekka úr sér vitið.
Það er ekkert einsdæmi að við mölbúar verðum þreyttir á kjaftæði þeirra sem telja sig vita betur hvað við viljum í raun og veru. En það hlýtur að teljast einsdæmi að við leyfum þeim að gera það hvort sem er, enda er okkur svo sannarlega skítfokkingsama.
Við vissum ekki af því að við studdum innrásina inni Írak á sínum tíma, að vér Íslendingar værum allt í einu herská þjóð. Við höfðum ekkert um útlendingafrumvarpið að segja eða setja útá, sem gerði okkur með einu pennastriki að hálfgerðum rasistum. Við fáum ekki að hindra stórfyrirtæki og auðvaldshyggjurottur eyðileggja okkar næstum því hreinu og ósnertu náttúru, sem sýnir í raun hvað við erum sinnulaus. Ei ráðum við því heldur í hvað peningarnir okkar fara. Við fáum ekki að sjá neinar skýrslu um hugsanlega hryðjuverkaárás á okkar friðsamlega land. Ekki voum við spurð hvort við vildum gera Símann að einkafyrirtæki, hvað þá bankana. Sjaldan fréttum við af því að vita gagnslausir framkvæmdastjórar lífeyrisjóða fá tug milljón króna starfslokasamning fyrren hann er rekinn og fær sinn tug milljón króna starfslokasamning. Við fáum sjaldan sem ekkert að vita hvaða ákvarðanir æðstu ráðamenn þjóðarinnar eru að taka á degi hverjum í okkar nafni, hvað þá borgarstjórar, bæjarstórar, forstjórar, framkvæmdastjórar, kvótakóngar og hluthafar. Það muna eflaust fáir eftir því þegar Davíð Kjarnaoddsson ætlaði sér sko aldeilis ekki að bjóða sig fram sem formann, hvað þá forsætisráðherra á sínum tíma, en gerði það samt.
Og það besta við þetta allt, okkur er alveg skítsama hvort eð er. Þetta er bara efniviður í menningarlegt kaffihúsaröfl og undirstrikum þar með okkar afkipta- og sinnuleysi. Enda kemur oft í ljós í reykmettuðu umhverfi með smá keim af mokka að það vita flest allir um þetta allt saman (sérlega heppilegt að minnast á það eftir að atburðirnir hafa átt sér stað), gott dæmi er: Olíusamráðið. Það vissu hreinlega allir af þessu og okkur var alveg skítsama, það er ekki fyrr en einhver stofnun á vegum ríkisins gerir athugasemd í formi skýrslu og himinháar en snarminnkandi sekt. Þá verðum við reið.Vissulega eru til nokkur dæmi þar sem okkur er gjörsamlega er nóg boðið. T.a.m. þegar ráðherrar og þingmenn klöppuðu sér á bakið með því að gefa sér launahækkun þrisvar sinnum á tiltörulega stuttum tíma, því var mótmælt. Fjölmiðlafrumvarpið er gott dæmi um það hvað við erum oft dregin á asnaeyrum, enda var útlendingafrumvarpið samþykkt á sama tíma, en sýndi samt einhverja samstöðu þjóðarinnar að "nú væri fulllangt gengið". Írakstríðið varð að bíða útaf kosningum. Bobby Fischer er allt annar handleggur.
Einsdæmi er síðan orð sem er ofnotað hér á landi. Það er einsdæmi að þetta og þetta hefur gerst. Einsdæmi, aldrei átt sér stað fyrr en nú. Einsdæmi að einhver kona út í bæ, sem er einnig starfandi borgarstjóri, bjóði sig fram á Alþingi og það þrátt fyrir að margir borgarstjórar ónefnds flokks hafa setið á þingi og jafnframt verið borgarstjórar í gegnum tíðina. Einsdæmi að hér eigi sér lýðræðislegar og málefnalegar umræður um réttmæti einhvers ónefnds og ótiltekna innrás. Einsdæmi hitt og einsdæmi þetta. Maður getur vitnað í sögubækurnar, eða annálana gömlu um það "einsdæmi" þegar lýðurinn verður fullþreyttur á ráðríki og ofstopa ráðamanna eða annara stjórnenda, t.a.m. þegar sýslumaður á vestfjörðum var tekin höndum saman og hálshöggvin af héraðsbúum einhverstaðar á Vesturlandi á 15. öld enda var maðurinn fífl. Eða þegar nemendur Lærða skólans hættu að mæta í skólann á 19. öld útaf því þeim var skyldað að ganga í félag sem meinaði þeim um þær lífsins nautnir að drekka úr sér vitið og stofnuðu í kjölfarið félag sem þeir máttu drekka úr sér vitið.
Það er ekkert einsdæmi að við mölbúar verðum þreyttir á kjaftæði þeirra sem telja sig vita betur hvað við viljum í raun og veru. En það hlýtur að teljast einsdæmi að við leyfum þeim að gera það hvort sem er, enda er okkur svo sannarlega skítfokkingsama.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli