Ég finn mig ekki knúinn til að reita neitt sem varðar landspólítík eða alþjóðamál, heimspekilegar vangaveltur eða trúleysi, né annað sem aðrir betri menn geta reitað um og velt sér uppúr. Ég finn ekki löngun til þess og hvað þá áhuga. Hvernig, spyr ég, stendur á því? Af hverju, segi ég, hef ég enga skoðun á þeim innlendu og erlendu málefnum sem ætti í raun að varða mig um?
Það er ekki það að ég fylgist ekki með, alls ekki það að ég les mig ekki aðeins um hlutina. Það er bara það að ég finn ekki þessa þörf til að koma með álit mitt á viðvera heri BNA á landinu, glæpsamleg hræsni olíufélaga, aumingjaskap og kjánalegan framgöngu þingmanna Framsóknarflokks, heiguls- og pempíuhátt Sjálftstæðismanna sem falið er með karlmennskustæla í anda Fazmo eða Kallana, aðgerðarleysi almennings gagnvart óréttlæti erlends vinnuafls, almennt röfl og raus kratabroddana og vinstrivillumanna, kynbundin launamunur, gróf líkamleg og kynferðisleg misnotkun á heimilum gagnvart börnum og mæðrum, kjaftæðið er kemur að meiri kaupmátt og hærri laun almennings, mengun sem hlýst af ca. 170.000 farartækjum hér á land, kyrkjandi tak kvótakerfisins á landsbyggðina, þekkingarleysi heilbrigðismálaráðuneytis þegar kemur að heilbrigðismálum og starfsmönnum þess. Ekki vantar hugðar- og málefnin, ekki vantar upplýsingarnar og maður mætti halda að ekki vanti fólkið til að kippa þessum smámálum í liðinn.
En hver er þá hin raunverulega ástæða að einhver einn gaur (með aðdáendaklúbb) út á landi nennir varla að leyfa þessum hlutum að leika um sinn huga og koma með ágætlega útfærða vangaveltu, greiningu og jafnvel hugsanlega lausn á hinum og þessum málum? Vegna þess að það mun ekki koma neinu til skila. Við þessu má fussa og sveia og það geri ég. En maður spyr sig, hverju hefur verið áorkað undanfarin 10 eða 20 ár af tuði, ábendingum, nefndum og drottningarviðtækjaviðtölum? Örugglega heilmiklu og eflaust ekki neinu, því málefnin hafa lítið sem ekkert breyst. Við erum orðin stofnanavædd. Óánægjuraddir fá vissulega að heyrast og nóg er af þeim sem væla sig rauðan í framan. Pirringurinn verður svo óstjórnlegur að maður pústar heilmikið um hitt og þetta þar til inneigninn fyrir rausinu klárast. Flest erum við áhorfendur og gagnrýnednur að einhverjum kjánalegum kabarett þar sem leikendurnir eru margir hverjir hálfvitar, söguþráðurinn er orðinn þreyttur og útdösuð af klisjum og stælum, en það virðist ekki vera nein leið er til að stöðva þessa sýningu sem er búinn að vera í sífelltri endurtekningu síðan landið öðlaðist sjálfstæði, þó birtast nýjar persónur en þær gömlu eru nær alltaf í sviðsljósinu.
Það er ekki það að ég fylgist ekki með, alls ekki það að ég les mig ekki aðeins um hlutina. Það er bara það að ég finn ekki þessa þörf til að koma með álit mitt á viðvera heri BNA á landinu, glæpsamleg hræsni olíufélaga, aumingjaskap og kjánalegan framgöngu þingmanna Framsóknarflokks, heiguls- og pempíuhátt Sjálftstæðismanna sem falið er með karlmennskustæla í anda Fazmo eða Kallana, aðgerðarleysi almennings gagnvart óréttlæti erlends vinnuafls, almennt röfl og raus kratabroddana og vinstrivillumanna, kynbundin launamunur, gróf líkamleg og kynferðisleg misnotkun á heimilum gagnvart börnum og mæðrum, kjaftæðið er kemur að meiri kaupmátt og hærri laun almennings, mengun sem hlýst af ca. 170.000 farartækjum hér á land, kyrkjandi tak kvótakerfisins á landsbyggðina, þekkingarleysi heilbrigðismálaráðuneytis þegar kemur að heilbrigðismálum og starfsmönnum þess. Ekki vantar hugðar- og málefnin, ekki vantar upplýsingarnar og maður mætti halda að ekki vanti fólkið til að kippa þessum smámálum í liðinn.
En hver er þá hin raunverulega ástæða að einhver einn gaur (með aðdáendaklúbb) út á landi nennir varla að leyfa þessum hlutum að leika um sinn huga og koma með ágætlega útfærða vangaveltu, greiningu og jafnvel hugsanlega lausn á hinum og þessum málum? Vegna þess að það mun ekki koma neinu til skila. Við þessu má fussa og sveia og það geri ég. En maður spyr sig, hverju hefur verið áorkað undanfarin 10 eða 20 ár af tuði, ábendingum, nefndum og drottningarviðtækjaviðtölum? Örugglega heilmiklu og eflaust ekki neinu, því málefnin hafa lítið sem ekkert breyst. Við erum orðin stofnanavædd. Óánægjuraddir fá vissulega að heyrast og nóg er af þeim sem væla sig rauðan í framan. Pirringurinn verður svo óstjórnlegur að maður pústar heilmikið um hitt og þetta þar til inneigninn fyrir rausinu klárast. Flest erum við áhorfendur og gagnrýnednur að einhverjum kjánalegum kabarett þar sem leikendurnir eru margir hverjir hálfvitar, söguþráðurinn er orðinn þreyttur og útdösuð af klisjum og stælum, en það virðist ekki vera nein leið er til að stöðva þessa sýningu sem er búinn að vera í sífelltri endurtekningu síðan landið öðlaðist sjálfstæði, þó birtast nýjar persónur en þær gömlu eru nær alltaf í sviðsljósinu.
Svo sannarlega er undirtónn ríkisstjórnar óréttlæti. Með hroka og sjálfbirgingshætti kóngsins sem var ófær um að framkvæma rangan hlut, eru það ríkisstjórnir sem skipa fyrir, dæma, fordæma og refsa fyrir minnstu yfirsjónir, en um leið viðhalda þær sér með stærsta misgjörð allra tíma; útrýmingu einstaklingsfrelsis. Þessvegna hefur Ouida rétt fyrir sér þegar hún heldur því fram að “Ríkið miðar einungis að því að rækta þá hæfileika meðal almennings sem fylgja eftir að kerfum þess sé hlýtt og sjóðir þess fylltir. Æðsta markmið þess er umbreyting mannkyns í klukkuverk. Hver einasti hinna sértæku og vandmeðförnu frelsisþátta sem þurfa aðhald og rými til útfærslu, visna og eyðast í andrými ríkisstjórnar. Ríkið þarf agnúalausa skattgreiðsluvél, sjóði sem aldrei hallar á og almenning, einsleitan, eintóna, hlýðinn, litlausan og andlausan sem færist auðmjúklega eins og sauðfé eftir beinum vegi milli tveggja veggja.“Ég ætla bara aðeins að bíða. Hygg á að klára The Great Plan þar til ég get farið að taka þátt í The Great Scheme.
- Emma Goldman
Engin ummæli:
Skrifa ummæli