Í apríllok árið 1941 gerðist einkennilegur atburður hér á Íslandi. Í kjölfar gagnrýni á hendur breska hersetuliðsins í sósíalíska blaðinu Þjóðviljanum voru tveir ritstjórar þess og blaðamaður handteknir, færðir í breskt herskip og fluttir til Bretlands þar sem þeir voru síðan látnir dúsa í fangelsi í tvo mánuði. Þetta voru þeir Einar Olgeirsson, 4. þingmaður Rvk og formaður Sósíalistaflokksins, Sigurður Guðmundsson og Sigfús Sigurhjartason. Ekki nóg með það þá tók herstjórnin sig síðan til og lagði bann á útgáfu Þjóðviljans, en að vísu var nú ekki tekið hart á því banni, því tveimur mánuðum seinna voru þeir lausir úr haldi og hafist var við útgáfu á Nýja Dagblaðinu þar sem Einar Olgeirsson var ritstjóri. 1942 var útgáfubanni á Þjóðviljanum aflétt.
Ég vildi bara minna ykkur ófriðaseggina og róttæklinginna á þetta sögulega atvik að ykkur er ekki óhætt á stríðstímum og vill ég undirstrika að það eru tvö stríð í gangi: Stríð gegn Eiturlyfjum© og Stríð gegn Hryðjuverkum©
Þetta þýðir að það gæti orðið ámælisvert og jafnvel leitt til handahófskenndar handtökur að gagnrýna hvorutveggja.
Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.
©MMIV, United States of Umerica, all rights reserved.
Ég vildi bara minna ykkur ófriðaseggina og róttæklinginna á þetta sögulega atvik að ykkur er ekki óhætt á stríðstímum og vill ég undirstrika að það eru tvö stríð í gangi: Stríð gegn Eiturlyfjum© og Stríð gegn Hryðjuverkum©
Þetta þýðir að það gæti orðið ámælisvert og jafnvel leitt til handahófskenndar handtökur að gagnrýna hvorutveggja.
Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.
©MMIV, United States of Umerica, all rights reserved.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli