miðvikudagur, júní 21, 2006

Knickknacks and paddywacks

Stend í stórræðum, er að taka til og svona hérna heima. Fer í gegnum margar hillur og skápa og er að finna ýmislegt merkilegt og ekki merkilegt.

Þó fann ég eitt sem fékk mig til að hlæja eilítið en það er merkimiði á jólapakka sem ég gaf systur minni:
Handa henni þarna, hvað sem hún heitir, nöfnu móður föður míns, systir hennar Alexöndru... dóttir Ingvars og Guðnýjar... hún á bróðir er ber nafn afa í föðurætt, s.s. föður föður míns, hvað sem ég heiti nú aftur. Ójæja, hver sem þú ert - gleðileg jól!
Jólapakki frá minnislausa manninum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha, ég man eftir þessu... sem og öllum hinum kortunum sem þú gafst öllum.... samt man ég ekki eftir hvernig kortið sem þú gafst mér var.

Doddi sagði...

Ææææiii... ég man þetta, var að lesa þennan merkimiða. Dammmmmittttt... Nenni engan veginn að fletta í gegnum draslið. Er að reyna að muna, því það var einnig skondið...