sunnudagur, júní 18, 2006

17. júní!

Það var 17. júní í gær fyrir þá sem misstu af því, ég gerði það. Man þá fögru daga í minni æsku er maður upplifði þessar hátíðarstundir í rósrauðum bjarma, bara eintóm gleði og glitrandi hamingja. En nú eru allir þessir dagar nákvæmlega eins; páskar, sumardagurinn fyrsti, fyrsti maí, jólin, fyrsti apríl, sjómannadagurinn, afmæli. Og þessir dagar virka best í grámyglunni.

"Veistu hver Charles Darwin er?" spurði ég 12 ára strák. "Nei" var svarið. "En Albert Einstein, Isaac Newton, Sigmund Freud, Socrates, Plato, Immanuel Kant, Arthur Schopenhauer, Terry Pratchett, Nietchze, Harry Houdini?" Nei við öllu, en svo kom rúsínan í pylsuendanum "En veistu hver Jesús Kristur er?" og ekki lá á honum "Auðvitað!" Áfram hélt ég; Móses, María Magdalena, María Mey, Jósef, gvuð, Allah, þríeinn guð, upprisan, brauðið og fiskurinn. "Já, já, já, já o.s.frv." sagði hann.

Hvað í ANDSKOTANUM er verið að kenna í þessum barnaskóla?

Bauna að honum fleiri spurningum þegar tækifæri gefst "En þróunarkenninginn, trúleysi, vísindi, heimspeki, gagnrýnin hugsun... þúst allt það sem þeir kenna ykkur ekki um."

4 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Varstu nokkuð að spurja Snorra Bróðir að þessu?

Sjitt...

Doddi sagði...

Mikið rétt.

Nafnlaus sagði...

Að Terry Pratchett sé ekki á náttborðinu hjá honum,man!
Sunna

Doddi sagði...

HANN VEIT EKKI EINU SINNI HVAÐ TRÚLEYSI ER!