Það fer senn að líða að því að ég fljúgi til Barbarlands, þar sem fólk talar barbar. Nánar tiltekið flýg ég snemma út til Danaveldis þann 31. júlí þar sem dokað verður við í örfáa daga áður en ferðinni verður heitið til Gotalandsins knáa, nánar tiltekið verður farið á Wacken Open-Air eða Barning Útíbláinn og hlustað á allskyns tónlistarmálm. Svartmálm, þungamálm, sleggjumálm, slammmálm og bara allskyns málm.
En hvað tekur svo við? Það er nú hugsanlegt að farið verður til Berlín og nærliggjandi sveita, en þar mun ég lýsa yfir að "ich bin ein berliner" eða að ég sé kleinuhringur, jafnvel að maður staldri við í Hamburg áður og lýsi því yfir að ég sé hamborgari.
Belgía er einnig á dagskránni, súkkulaðiströndin. Holland er einnig á næstu grösum. Síðan smá viðkoma í Gallíu, yfir Ermarsundið og til Sameinuðu Konungsveldana og mun doka þar við í nokkra daga.
Ferðinni lýkur svo með pomp og prakt frá Stanstead-flugvellinum þann 20. ágúst.
Góða ferð ég.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
'...remember: 70% how you look, 20% how you sound and 10% what you say. I get it, it's slang, he's a DOOOOOONUT!'
Góða ferð dú(o)dderínó. Passaðu þig á þungamálmum í jarðvegi Belgíu.
Skrifa ummæli