mánudagur, júlí 10, 2006

Að koma af stað orðrómi

Undanfarna daga hefur bíll verið lagður fyrir utan heimilið mitt, nokkra tíma í senn. Þetta er hún Ingveldur sem er vinur fjölskyldunnar. Hún kemur reglulega í heimsókn til að drekka kaffi, spjalla, horfa á sjónvarpið, prjóna og aðrar saklausar tómstundir til að stytta sér stundir.
Hún tjáði mér eitt sinn um það að hún hafði heyrt hvíslað að ég og hún værum saman. Það voru aldeilis fréttir og alltaf er ég síðastur til að frétta svona lagað um mína persónulega hagi. Þessi orðrómur ætti nú geta farið alminilega á flug því að foreldrar mínir eru ekki heima (já mar, ´79 módel sem býr hjá foreldrunum sínum, svaka sad eða hittó). Neita því ekki að ég hef gaman af félagskap hennar, skemmtileg manneskja mjög og hefur verið ansi hjálpsöm þessa undanfarna daga.
Við toppuðum orðróminn með því að kíkja á Kaffihornið og panta okkur aldeilis góðan, og máske dulítið dýran, mat og éta hann.

Engin ummæli: