laugardagur, desember 06, 2003

Hann Vésteinn tók sig til og svaraði ítarlega þessu pósti mínu, gott hjá honum. Það er fínt að geta skapað einhverja umræðu.

Það er gaman að velta sér uppúr valdastéttum og stéttaskiptingu, hagfræði og verðbólgu, gróða og tapi, ekki sé minnst á kúgun og arðrán, allt nútímavandamál sem þarf að kljást við. En hver nennir því? Er ekki bara betra að skrifa um það og mótmæla því, þá þarf maður ekkert að stinga hausnum inní helvítið og glíma við djöfullin. Erum vér öreigar tilbúinn til þess? Næstum hver einasta verkalýðsbarátta og öreigabyltingar sem hafa verið framkvæmdar hafa verið bælt niður, verið drepið í fæðingu eða verið umturnað af platöreigum sem eru með margmilljarða samning í vasanum frá Rothchilds eða Rockenfeller, til að nefna tvær handahófskenndar fjölskyldur. Margt gott fólk hefur látið lífið sem má beint eða óbeint rekja til þessara þirggja ástæða.
Það má vera að stríð hafi orskast útaf valdabaráttu tveggja eða fleiri leiðtoga. Einn er ósáttur við það sem hann hefur og vill meira, fær lélegan samning og fer í stríð. En það sem ég skil ekki er af hverju eru þessir einstaklingar svona ósáttir við það sem þeir hafa? Sérstaklega þegar þetta fólk hefur nóg af öllu, finnst mér áhugavert hverngi þeir verða tilneyddir til þess að valda þjáningum. Þá er bara hægt útskýra allar þessar gjörðir með því að segja að viðkomandi hafi verið geðveikur eða fengið misvísandi upplýsingar. En ef það eru misvísandi upplýsingar, hver kemur þá með þær upplýsingar sem leiðir til þess að ákveðið sé að fara í stríð, einhver sem leiðtoginn þekkir og treystir? Ég veit það ekki.

Þrátt fyrir allar þær skýringar, söguheimildir og upplýsingar sem eru fyrir hendi, þá skil ég ekki stríð. Tilgangurinn er tilgangslaus í sjálfu sér. "Grænir skógar í þessu landi og gull í hinu, ég vill fá gull og hann vill fá græna skóga, förum í stríð. Enda nýbúinn að fá þennan æðislega flotta riffil frá þessum góða manni sem stendur við hliðina á mér!" stríð er óskynsamleg niðurstaða og hefur alltaf verið. Kannski útaf því ég hef aldrei verið í þessarri stöðu.

"Þjóðinni má stjórna með réttlæti, herliði með slægvisku og dugnaði. En unnt er að hljóta ríkið með því, að vera ekki íhlutunarsamur um hagi fólksins. Hvernig veit ég þetta? Svo, sem sagt verðu: Því fleira sem lögin banna, því fátækara verður fólkið. Því fleira sem til er af vopnumn, því meiri um óeirðir í landi. Því kænni og duglegri sem menn verða, því óeðlilegra verður allt. Því meira verður um þjófa og ræningja, sem lög og fyrirskipanir eru fleiri.
Þess vegna hefur vitur maður sagt: Ég vil forðast íhlutunarsemi, þá mun fólkið breytast af sjálfu sér. Ég vil hafa hljótt um mig, þá mun fólkið komast sjálfkraf á rétta leið. Ég vil sleppa öllu umstangi, þá mun fólkið auðgast af sjálfu sér. Ég vil hafna öllum metorðum, og fólkið mun venjast á einfeldni"
- Laó-tse


Engin ummæli: