miðvikudagur, desember 10, 2003

Kannabis : á lögleiðing rétt á sér?

Cannab.is
Í byrjun ársins 2003 spratt upp mikil umræða um fíkniefni, þó sér í lagi cannabis sativa eða hampur einsog plantan kallast á íslensku. Umræðan varð til sökum stofnun heimasíðu er bar heitið cannab.is. Stofnendur cannab.is vildu náttúrulega fá umræðu um hugsanlegu lögleiðingu eða í það minnsta afglæpun (decriminalization) á eign og neyslu kannabis-afurða; maríjúana og hass.
Heimasíðan varð umdeild, niðurifs-umræða og heiftarleg gagnrýni kom frá mörgum áttum, ýmsir er tóku þátt í umræðunni sögðu að þessi heimasíða væri að upphefja hamp, að aðstandendur væru að selja hamp-afurðir og einnig að væru þau heilaþvo netverja með áróðri um skaðleysi hampsins. Sumir eflaust töldu að þessir einstaklingar ættu að vera fangelsaðir fyrir að það eitt að reyna að tala um kannabis á óhlutdrægan hátt og að meðhöndla þessa umræðu með sanngirni.
Nú er þessi heimasíða "tímabundinn" lokuð. Gæti verið útaf fjárleysi að reyna halda þessarri síðu uppi, netfyrirtækið sem bauð uppá sína heimasíðuþjónustu hafa ekki viljað vera bendlaðir við svona "eldfimt" efni eða yfirvaldið hafi sett mikinn þrýsting á aðstandendur heimasíðunnar með hótanir um fjársektir eða fangelsun.
Á meðan síðan var uppi tók ég eilítinn þátt í umræðuvefnum sem var í boði. Margir komu og lýstu ánægju sinni yfir þessarri síðu og tóku til máls, um óréttlæti bannsins, skaðsemi og skaðleysi hampsins, flestir voru afar málefnalegir. Einnig komu þeir eru lýsti vanþóknun sinni yfir þessarri síðu, og voru þeir flestir afar ómálefnalegir, hótandi lífláti og dauða, hórdóm og vesæld, að allir kannabisneytendur væru aumingjar og dópistar og svo framvegis, þetta fólk vildi ekki lesa neitt er viðkæmi rökum eða málefni, þetta fólk leit á heimin í svart og hvítu,við og þeir, með eða á móti, enginn millivegur. Mig minnir að aðeins einn einstaklingur sem var á móti hafi tekið vitrænt á þessu málefni, hafi spurt spurningar og fengið svar, verið í vafa um réttlæti lögleiðingar en komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert að því að afglæpa kannabis. Allavega tókst Curare að taka þátt í þessarri umræðu með málefnalegum innleggum, ólíkt öðrum bjánum er voru og gátu varlað stafað "hálfvitar!"

Hvað er cannabis sativa?
Cannabis sativa er jurt sem talinn er vera upprunin frá Indlandi, má vera að hún hafi upprunalega komið frá ríki norður af Himilaya-fjöllum. Cannabis sativa er auðþekkt planta, hún hefur birst í fréttum, fræðslubókum og forvarnarbæklingum. Þetta er græn planta með mjóum, löngum laufum. Cannabis sativa getur náð hæð frá 4 allt uppað 5.4 metrum.
Það vaxa tvennskonar blóm á plöntunni sem blómstra frá síðsumars til miðhausts, blómin eru kvenkyns eða karlkyns, sumar plöntur hafa bæði. Karlkyns-blómin vaxa ílangt eftir laufunum, fölna og deyja eftir að þau blómstra. Kvenkynsblómin vaxa í einhverskonar odda-klasa og eru dökkgræn í mánuð eftir hún blómstrar, eða þangað til að fræin þroskast. Hass, sem er sterkara en maríjúana, er gert úr kvoðunni af blómunum. Hægt er að rækta cannabis sativa næstum hvarsemer svo fremi sem plantan fær eitthvað sólarljós. Cannabis sativa er ein lífseigasta planta í heimi.

Cannabis sativa inniheldur meira en 400 efnasambönd, þar af 60 er flokkast undir kannabínóða (cannabinoids), þar á meðal delta-9-tetrahydrocannabinol (THC). Magn og styrkleiki THC og aðra kannabínóða er mismunandi eftir ræktunaraðstöðu, genamengi plöntunnar og vinnslunna eftir uppskeru.
Margar aðferðir eru til til að neyta hamp-afurða. Úr þurrkuðum kannabis-laufum er hægt að gera te eða nota sem krydd í mat, hass-kvoðan er hægt að nota sem innihald í smákökum, kökum eða öðrum matvælum sem fólki getur dottið í hug. En ein helsta neysla fer fram í formi reykinga.
Ein aðalástæðan fyrir því að afurðir kannabis-plantanna eru reyktar er útaf því að reykurinn ferðast í lungun, og kannabínóðar eru fljótari að fara í blóðstreymið sökum þess. Lungun eru fyllt af svokölluðum lungnablöðrum, litlum holum sem taka við og nýta loft og önnur efni er ferðast innum öndunarveginn, þaðan af fer loft og önnur efnasambönd í blóðstreymið. Reykurinn er kominn í blóðstreymið nokkrum sekúndum eftir innöndun.

Áhrif hamp-neyslu
THC og hinar kannabínóðurnar hafa aðallega áhrif á heilabúið. Neytendur maríjúana lýsa í flestum tilvikum tilfinningunni sem fylgir að neyta kannabis sem róandi og afslappandi. Augasteinarnir þenjast út, sem gerir það að verkum að litir magnast upp og aðrar skynjanir aukast. En neysla hamp-afurða getur ýmist haft örvandi eða sljóvgandi áhrif, hefur áhrif á skammtímaminni og viðbrögð, eykur eða deyfir skynjun og getur í sumum tilfellum valdið ofskynjunum, enn öll áhrif eru einstaklingsbundinn.
Það eru ýmis sálræn áhrif sem maríjúana orsakar í sumum tilfellum, svo sem; vandamál með minni og lærdóm, brenglað skynnæmi, erfiðleikar með hugsun og lausnir, lítil eða engin samhæfing, aukinn hjartsláttur, kvíði, ofsóknarkennd og hræðsluköst. En þetta er ekkert sem góður svefn mundi lækna. Helmingunartími THC er allt frá 20 tímum uppað 10 dögum.
Aukaáhrif, ef svo má kalla, kannabisneyslu eru hin svokölluðu "munchies", köllum það smjattið á íslensku. Smjattið er áhugavert fyrirbrigði, en það eykur hungurtilfinningu, auk þess að matarneysla er mun ánægjulegri og maður borðar mun oftar. Í langan tíma var litið á smjattið sem undarleg hegðun og áhugverð aukaverkanir, en Ítalskir vísindamenn hafa ef til vill fundið hugsanlega lausn. Efnasamband er kallast endocannabinoids fara í móttakara í heilanum og kveikja, ef svo má segja, á hungrinu.
Margar rannsóknir hafa bent til þess að kannabis-afurðir eru ekki líkamlega ávanabindandi, en getur verið andlega ávanabindandi. Þetta er ekki kallað líkamlegur ávani, því neytendur sýna fá ef einhver fráhvarfseinkenni, en það þekkist að langtíma-notendur hafa fundið fyrir svefnleysi og/eða eirðarleysi. En margir, sem hafa neytt kannabis í tugi ára finna ekki fyrir neinu. Líkamleg fráhvarfseinkenni frá alkahólistum, heróín-, kókaín-, krakkfíklum og ,í sumum tilfellum, langtímareykingarfólki eru langtum verri og ofbeldisfyllri.

Umburðarleysið
Ísland, einsog Bandalag Norður Ameríku, hefur það sem reglu að hafa algjört umburðarleysi (zero-tolerance) gagnvart fíkniefni af öllu tæji, ýmist sekta eða fangelsa einstaklinga sem hafa hamp-afurð í fórum sér og útskúfa þá einstaklinga frá samfélaginu með því að stimpla þá sem fíkniefnaneytendur, fíkla eða dópista. Það skiptir engu máli þótt að sumir þessara einstaklingar hafa farið eftir öllum lögum og reglum, lifað í sátt og samlyndi við nágranna sinn og verið í fastri vinnu - í þremur orðum "löghlýðnir þegnar þjóðfélagsins" fyrir utan það tilfelli að neyta kannabis. Einstaklingar sem aldrei hafa verið bendlaðir við neinn glæp, aldrei komist á sakaskrá geta misst allt sitt við það eina að hafa 2 grömm af maríjúana í fórum sér eða haft eina plöntu á sínu heimili. Aðrir er selja og rækta kannabis í stórum stíl er stungið í fangelsi umsvifalaust.
Það varðar ríkistjórn Ísland ekkert um þótt að þjóðir einsog Kanada, Bretland, Holland og fleiri þjóðir í Evrópu, átta ríki í BNA, má þar nefna Kalifornía eru að fara breyta eða hafa breytt sinni löggjöf er varðar fíkniefnið kannabis.
Til að mynda í Bretlandi er búið að færa hamp frá flokk B (amfetamín o.fl.) niður í flokk C (sterar o.fl.), þar af leiðandi búnir að afglæpa hampinn. Það er varla sektað einstaklinga sem hafa hamp í fórum sér í Bretlandi, einnig eru þeir að athuga að nýta hampinn í lækningar. Kanada var fyrsta ríkið í heiminum til að nýta sér lækningaráhrif hampsins, og settu á lög er leyfðu læknum að áskrifa lyfjahamp til sjúklinga, s.s. MS-sjúklinga og aðra taugasjúklinga, glákusjúklinga og fólk með anorexíu.
Samkvæmt könnun gerð á vegum Sameinuðu Þjóðana er áætlað að 141 milljón manns neyti kannabis reglulega, það jafngildir 2.5% af heimsþjóðinni. Persónulega tel ég að talan sé meira nálægt milljarði.
Kannabis er notað til dægrastyttingar, lyflækninga og í trúarlegum athöfnum.
Fyrsta skáða heimild um notkun kannabis er árið 31 fyrir krist í Kína, en talið er að kannabisræktun og neysla hafi verið viðvarandi þúsundum ára fyrir þessa heimild. Kannabis hefur verið notað, samkvæmt grófum tölum, í tæplega 8000 ár, lengur en áfengi og lengur en tóbak.

Ríkistyrktar rannsóknir vs óháðar rannsóknir
Ríkistyrktar rannsóknir á kannabis eru afar umdeildar. Með ríkistyrktri rannsókn geta ýmsir stjórnmálamenn með hagsmuni að gæta haft áhrif á og þess vegna sagt til um niðurstöðu rannsóknana, jafnvel þó að rannsókar- og vísindamenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hreint kannabis er alls ekki jafn skaðlegt og fólk er talið trú um.
Má nefna skýrslu alþjóðheilbrigistofnunni (WHO) frá 1998 var sérstaklega breytt útaf því að innihaldið var ekki í samræmi stefnu BNA-stjórnarinnar, var einni klausu er líkti saman kannabis og áfengi tekið úr, því kannabis var hættuminna en alkahól. WHO var hótað því að BNA-styrku til þeirra mundi vera afnumið ef skýrslan í sinni óbreyttri mynd væri gerð opinber. Önnur rannsókn á vegum WHO sem gerð var á seinni hluta áttunda áratugarins var kæfð vegna þess hve viðkvæm niðurstaðan var.
Margir vísindamenn hafa rannsakað kannabis og verkun þess á ýmsa sjúkdóma, og í flestum tilfellum hefur kannabis reynst afar vel við suma sjúkdóma. Multiple sclerosis eða mænusigg er afar sársaukafullur sjúkdómur, MS getur orsakað krampa, lömun og heilabilun. Margir MS-sjúklingar, bæði hérlendis og erlendis hafa notað kannabis-afurðir, þó aðallega maríjúana, til að lina þjáningunum, og hefur það reynst afar vel, ennþá betur heldur enn verksmiðjuframleiddar verkjalyf einsog parkódín eða morfín, en það er aðallega unnið úr ópíum.
Útaf þessarri þekkingu hafa margir læknar og vísindamenn byrjað að rannsaka lækningarmátt kannabis. Þeir hafa komist að því að maríjúana minnkar þrýsting bakvið augun á glákusjúklingum, en gláka getur leitt til blindu. Sumir þunglyndis-, áráttu, kvíða- og geðklofa-sjúklingar hafa geta náð betra taki á raunveruleikanum útaf kannabis, en þessir andlegu sjúkdómar get leitt til verulegrar firringar frá raunveruleikanum. Fólk með lystarstol (anorexia) hafa fengið lyst til að borða, en lystarstol, auk ýmissa andlegra kvilla, getur leitt til hungursdauða.
Óháðir aðilar, hvaðanæva úr heiminum, hafa ætíð komist að þeirri niðurstöðu að áhættan með kannabis er gróflega ofmetinn. Kannabis leiðir ekki til notkun sterkara vímugjafa, það er einsog að segja að notkun Nike-strigaskó leiði til neyslu krakks, að tyggja tyggjó getur leitt til noktun munntóbaks. Örsakasamhengið sem sumir draga upp er lemstrað, ég bendi á Holland til samanburðar.

Holland : röng aðferð? ónei
Holland árið 1976 var fyrsta vestræna ríkið til að lögleiða, innleidd umburðarlyndi gagnvart hamp-neytendurm, þannig að það var löglegt að hafa smá kannabis í fórum sér. Þetta hefur verið kallað "Hollenska tilraunin" og þessi tilraun hefur heppnst framar öllum vonum. Bölsýnismenn hafa lýst því yfir "að allt flæði í fíkniefnum og hörðum eitulyfjum, hórur skríða í skítnum um göturnar, að krakkar labba um einsog uppvakningar og allt sé að fara í bál og brand í Hollandi, og mun það gerast innan tíðar, rétt strax, á næsta leyti" sem er bara ekki satt. Margir þeir sem nota kannabis í Hollandi eru sáttir við það og halda ekkert áfram. Þannig að reglan um að hass leyðir til sterkari fíkniefna gildir ekki, allavega ekki í Hollandi. Neysla á kannabis í Hollandi er ekkert minni eða meiri en neysla í öðrum Evrópuþjóðum, ef eitthvað er þá er hún minni. Heróin og kókaín hefur farið minnkandi síðan 1976. Ef tekið er á þessu í tölfræðinni þá er heildarfjöldi fíkla um 0.3%, á meðan það er 1.7% í BNA! Meðalaldur hollenskra fíkla er 44 ára, og fjöldi fíkla hefur ekkert stækkað í meira en áratug. Það er minna um fíkla í Hollandi heldur en á Ítalíu, Spáni, Sviss, Frakklandi og Bretlandi.
Hollenskar rannsóknir hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögleiðing eykur líkurnar á því að prófa kannabis, en það er ekkert líklegt að maður haldi áfram að nota það. Það eru minni líkur á að Hollenskur unglingur neyti kannabis en Íslenskur unglingur, og þetta er bannað hér á Íslandi, auk þess gengur Hollendingum mun betur í skóla, hollenskir unglingar fá meðal hæstu einkunn í alþjóðlegum vísinda og stærðfræðiprófum. Ef það eru alvarleg vandamál sem fylgir lögleiðingu þá hafa meira en tuttugu ára rannsóknir í Hollandi ekki fundið hvað það er.
Kannabis er ekki auglýst í Hollandi, fólk veit af þessu og sækist í þetta ef það vill, kosturinn með frjálsan vilja og sjálfstæða ákvörðun. Kaffihúsin (coffee-shops) eru öll í rekstri óháða aðila sem í nær öllum tilfellum rækta og selja. Það eina sem er bannað er að reykja kannabis á almenningsvæðum, helst gera þetta heima hjá sér, gistiaðstöðu, í kaffihúsum eða öðrum tilteknum stöðum.

BNA : rétt aðferð? ónei
BNA bannaði maríjúana 1937, var það gert af tilefni áfengisbannsins: enginn mátti vera undir áhrifum útaf þeirri ástæðu að það leiddi til glæpi og önnur refsiverð athæfi. Bannið átti að leiða til þess að allir mundu lúta undir þessum lögum og vera löghlýðnir og þægir borgara, en bannið leiddi til hið gagnstæða. BNA varð algjört lögregluríki, og milljón manns voru handteknir, og eru enn, fyrir að neyta ólöglegs vímugjafa, glæpsamlega athæfi jukust uppúr öllu valdi, mafían og önnur glæpasamtök blómstruðu útaf þessu banni. Fjölskyldum og lífi milljóna einstaklinga var eyðilagt, til þess eins að skilyrða þá til hlýðni, að lúta undir lögum yfirvaldsins.
Áfengisbannið var afnumið, sem leiddi til gríðarlegar lækkunar í glæpum og þar af leiðandi var kippt undan fótum mafíunar. En kannabisbannið er enn í gildi.
Nemendur er neyta kannabis geta átt í hættu að vera brottviknir úr skóla og misst mikilvæga skólastyrki, útskúfaði af fjölskyldu og samfélagi, og þá er leiðin greið á glæpabraut, fyrst að ekkert bíður þeirra í löghlýðnu skilyrtu samfélagi. Þessir nemendur geta lent í fangelsi umkringdir af hörðnunm og harðsvífuðum glæpamönnum; nauðgurum, brennuvörgum, morðingjum og þjófum. Tæknilega séð eru þessir nemendur komnir í annan skóla. Glæpaskóla.
Meira en 2 milljón manns síðan 1990 hafa verið handteknir, dæmdir og fangelsaðir í BNA fyrir það eina að hafa maríjúana í sínum fórum. Á meðan aðrar siðmenntaðar þjóðir eru að breyta sinni löggjöf til hins betra, þá eru BNA ennþá í sinni gagnslausri og árángurslausu stríði gegn fíkniefnum.
Með þessu banni blómstra glæpasamtök sem selja eitthvað miklu meira en kannabis. Þessi samtök virka ekkert ósvipað og viðskiptasamsteypur sem svífast einskis í að selja sínar vörur, samtökin svífast einskis að reyna selja heróin, kókaín, amfetamín, alsælu, krakk og fleira til krakka, unglinga og fullorðna, með ýmsum gylliboðum um betri framtíð og þeim kostum sem fylgir neyslu harðari vímuefna. Orsakasamhengið að hass leyði til neyslu sterkari vímugjafa virkar aðeins ef sölumaður vímuefna þrýstir á kaupanda að prófa eitthvað "sem hefur miklu betri áhrif en hass"
Samkvæmt könnun sem gerð var í BNA 1998 þá sögðu 71 milljón manns frá 12 ára og uppúr hafa prófað kannabis. Frá 1980 til ársins 2000 hafa rúmlega 3.439.990 manns verið handteknir vegna eign og/eða sölu maríjúana.

Frelsi til að velja
Fyrst og fremst snýst lögleiðing um frelsi einstaklingsins. Þetta snýst um það að einstaklingur er neyti kannabis eigi ekki í hættu að vera sektaður, fangelsaður, úthúðaður af vinum, vandamönnum og ættingjum, að skólaganga, starfsmöguleikar og -frami er í hættu sökum neyslu kannabis-afurða. Einnig snýst þessi umræða um mál-, tjáninga- og skoðanafrelsi er gefa mér leyfi að gagnrýna skoðunn og stefnu stjórnvalda, rétt einsog aðrir hafa frelsi til að gagnrýna mína skoðun.
"Hvað kemur þér það við hvað ég geri í mínu einkalífi?" sagði Bill Hicks, þjóðfélagsgagnrýnir, predikari og húmoristi "Og fyrir þá sem eru í einhverri siðferðislegri klemmu við að svara þessarri spurningu, leyf mér að svara henni fyrir ykkur, það kemur ykkur bara ekkert við hvað ég innbyrði og hvað ég geri við minn líkama, svo fremi sem ég skaða ekki aðra manneskju!" Þessi yfirlýsing um frjálsan vilja og frelsi til að velja getur ekki verið betur orðuð.
Einnig er þetta frelsi um lífstíl. Sumir velja það að lifa hreinu lífi, að reykja ekki, drekka ekki, neyta ekki kjötafurða eða neyta vímugjafa og lifa, það sem þessir aðilar telja vera, skynsömu lífi. Aðrir vilja reykja kannabis, éta sveppi og fá sér sýru, til dægrastyttingar eða hugvíkkunar, og lifa, það sem þessir aðilar telja vera, skynsömu lífi. Báðum hópunum er frjálst að hætta því sem þeir gera eða halda áfram.

Á lögleiðing rétt á sér?
Hvort að lögleiðing eigi rétt á sér þannig séð, get ég ekki svarað alveg strax. En réttlát og opinská umræða um það ætti að vera leyfileg án þess að vera úthrópaður eða úthúðaður.
Einsog er hafa allar nýlegar rannsóknir bent til þess að lögleiðing eða afglæpun ætti allavega verið tekið til íhugunar hjá ríkistjórn Íslands, að banna hlutinn skapar vandamál, bann leiðir til notkunar á sterkari vímugjöfum. Ef fólk væri gefið það frelsi að velja hvað þau innbyrða mundi fólk vera aðeins nær því að vera hamingjusamt með sína ákvörðun. Fólk hefur þann mátt að ýmist geta valið og hafnað. Þetta gildir um allar neysluvörur.
Einnig er kannabis langvinsælasti bannaði vímugjafinn í heiminum, og Ísland er enginn undantekning frá umheiminum. En þeir aðilar sem flytja inn og selja kannabis hafa einnig ýmislegt annað til sölu, það er ekki af ástæðulausu að sölumenn dauðans eru kallaðir á ensku "pushers" (þrýstarar) enda þrýsta þeir að hugsanlegum viðskiptavinum að kaupa eitthvað annað og betra. Ef aðaltekjulind þeirra væri tekið frá þeim þá mundi stór hluti hins ólöglega fíkniefnaheims falla niður einsog mölflugur. Auk þess væri kominn aukalegur hagnaður í ríkissjóð, glæpum mundi án efa fækka, hægt væri að eyða stórum hluta kannabistekjunum í spítala, meðferðarheimili, lögreglu o.fl. Lögreglan gæti einbeitt sér að því að uppræta alvarlega glæpi og löghlýðnir kannabisneytendur gætu lifað í þeirri vissu að það sem þau gera er ekkert endilega rétt og gott, en allavega eiga þau ekki í hættu að lenda í fangelsi. Atvinna mundi aukast, tekjur mundu aukast og ferðamannaiðnaðurinn mundi aukast.
Kostirnir, að mínu mati, eru langtum fleiri en gallarnir. Neysla kannabis mundi ekki snarhækka einsog bölsýnismenn spá fyrir, hún mundi vera alveg eins og hún er í dag. Miklar líkur eru á það að fólk muni prófa, án efa, en sömuleiðis eru miklar líkur að það fólk mundi prófa einu sinni og láta það duga og jafnmiklar líkur að fólk prófi ekki.
Auk þess að vera hlynntur lögleiðingu kannabis, er ég hlynntur því að lögleiða öll helstu fíkniefni. Með réttum upplýsingum og sanngjarnir fræðslu ætti fólk að geta tekið sjálfstæða og gagnrýna ákvörðun um að neyta eða neyta ekki vímugjafa. Nú á dögum er fólk vel frætt um skaðsemi tóbaks, skaðsemi og hollustu ýmsa áfengistegunda (bjór og rauðvín), einnig ætti að vera í boði þá kosti og galla er fylgja neyslu vímugjafa. En að vísu væri það stórt skref að gera heróin eða kókaín löglegt, og efast ég ekki um óvinsældir þeirra hugmynda.
Annars er löngu kominn tími til þess að taka á þessu málefni á þroskaðan og sanngjarnan hátt.

Ég bendi á lesefni sem áhugasamir ættu að lesa sig um. Mín grein er enginn endaleg niðurstaða á þeim kostum og göllum sem lögleiðinginn og bannið hefur í för með sér:

Greinarsafn Sigurfreys:
Bábiljur og staðreyndir um kannabis
Kannabis til lækninga
New Scientist - Marijuana:
What happens to Dutch dope smokers at the age of 26?
Which is most addictive: coffee, alcohol, marijuana or shopping?