fimmtudagur, desember 04, 2003

Mitt litla líf á Hornafirði : I

Formáli:
"Mitt litla líf á Hornafirði" mun vera hálfgerð dagbók yfir atvikum, markmiðum og ýmislegu sem tengist mér og Hornafirði. Ég mun mun reyna rita hér eins mikið af gagnlegum og ógagnlegum upplýsingum sem gestir gætu haft gaman af er tengist mínum tíma og mínu lífi hér á Hornafirði.
Ég mun reyna að innihalda hér smá ágrip af Hornafirði og einhverjar æskuminningar eru gætu leynst í mínu taðreykta minninga-hólfi. Ég bjó eitt sinn í Reykjavík og í þessum kafla og eitthvað í þeim næsta mun byrja á því að segja frá aðdraganda þess að ég flutti til Hornafjarðar.
Ég hef líka tekið þá ákvörðun að nefna enginn nöfn, nema ættingja mína og þá vini sem eru netvæddir. Sú ákvörðun er tekinn á þeim þunnu forsendum um "nafnleynd"
Reykjavík - Hornafjörður
Ég var búinn að búa í Reykjavík síðan í mars 2001. Fékk vinnu á Kleppspítala í lok Apríl sama ár, og þar vann ég þangað til í september 2003. En það kom að tímapunkti er ég fékk nóg af Reykjavík, ásamt einum umdeildum þætti er varð aðalorsakavaldurinn í ákvörðun minni að flytja burt. Frá mars 2001 til maí 2003, leigði ég með vini mínum á þremur mismunandi stöðum. Á tveimur stöðum í Þingholtinu og svo í húsi einu á landamærum Reykjvíkur og Seltjarnarnes. Þetta voru ágætir tímar, en fjárhagslega séð, illa varðir. Ásamt því að vinna á Kleppi, þá eyddi ég dágóðri summu af peningum og slatta af mínum frítíma í að neyta kannabis; hass og ganja.
Kannabisárin
Ég byrjaði að reykja kannabis á næstum hverjum degi, hef í raun ekkert útá það að setja, þetta voru ágætir tímar. Ég vann, kom heim, reykti. Hlustaði síðan á tónlist, horfði á vídeó eða lék mér í tölvunni. Sumarið 2001 var líka nokkuð skemmtilegur tími. Ég og sambýlingurinn fórum til UK á Glastonbury-hátíðina, þar ætluðum við að hitta bróðir minn Halfdán og sameiginlegan vin okkar allra. Fórum einnig á gífurlegt (og gleymd) fyllerí og dópsvall í Leeds. Á Glastonbury-hátíðinni, sem er stærsta hátíð í Bretlandi, tókst mér og mínum vinum að missa af öllum helstu atriðum, þar á meðal Coldplay, Rod Stewart, Queens of the stone age og fleirum. Enda vorum við afar uppteknir við að vera þrælbeyglaðir og á laugardegi urðum við svakalega sveppaðir. En skemmtilegir tímar. Eftir hátíðina fórum við til London og viku seinna var ákveðið að fara til Leeds í afmælisteiti.
Í lestinni á leiðinni til Leeds tókst mér að verða gífurlega ölvaður. Þegar komið var til Leeds var okkur skutlað á bar þar sem torgað var meira áfengi og síðan var okkur boðið í partí. Í þessu teiti var mér boðið spíttbasa og sökum dómgreindarleysis vegna áfengisneyslu tók ég (að ég held) vænan slurk og fékk mér. Mér skilst að ég hafi gjörsamlega eipað, dansandi uppá borðum, grípandi í brjóst og hagaði mér einsog sönnum Íslendingi sæmir. Ég svaf, held ég, sama sem ekkert þessa nótt. Ég "vaknaði" í stóru rúmi, í stóru húsi, syngjandi og trallandi. Útaf þeim áhrifum sem amfetamín hefur, þá voru allir helstu vöðvar spenntir, einn aðalvöðvinn er nefnist "penis" var það spenntur að það leit út einsog hann hafi næstum sogist inní líkaman, það leiddi til kómískrar aðstæðna er ég greini seinna frá. En í þessu húsi söng ég lög, ég reyndi að finna klukku er gæti sagt mér frá tíma dags, og komst ég að því að klukkan var rétt yfir 6 um morguninn. Seinna meir, svona uppúr hádegi var ákveðið að fara aftur til London með lest. Ég var kominn með svaka tremma þá, og hitastillirinn í líkamanum á mér varð banana-brjálaður, mér var ýmist of heit eða of kalt. Í lestinni gerðist sá einkennilegi atburður að ég hafði á tilfinningunni að ég þyrfti að hafa hægðir. Ég tók með mér blað, Newsweek held ég að það hafi verið, og staulaðist á kamarinn. Það kom á daginn að ég þurfti ekkert að kúka, en aftur á móti þurfti ég að míga, og ég ætlaði ekkert að standa upp fyrir það, enda djúpt sokkin í einhverja grein. Einsog ég minntist á áðan, þá hafði amfetamínið haft vöðvaspennt-áhrif, sem leiddi til þess að er ég meig, meig ég á blaðið sem ég var með fyrir framan mig. Ég hafði ekkert hugsað útí það, en er ég tók eftir því þá notaði ég blaðið til að beina hlandinu í skálina. Mér fannst þetta afar, afar fyndið. Ég þvoði mér um hendurnar og þurrkaði upp eftir mig, fór svo fram og settist niður einsog ekkert hafi í skorist, fyrir utan það að ég var ekki lengur með blaðið.
Síðan var maður í Bretlandinu í alltof langan tíma, London er afar dýr staður og maður hafði í raun ekkert efni á því að vera þarna nema í mesta lagi 2 vikur, við vorum þarna í 4 vikur, í sárri fokking fátækt. Þessar síðustu tvær vikur voru ansi leiðinlegar.
Á þessum árum þá tókst mér að framkvæma næstum því ekkert! Eignaðist nokkra góða vini á vinnustaðnum. Hélt eina sýningu á Mokkakaffi, á tímabílinu Júlí-Ágúst 2001, en þar sýndi ég tölvugrafík er ég hafði unnið við í Photoshop aðallega. Ég héld sýninguna í algjörru áhugaleysi, því ég bjóst ekkert við því að halda sýningu. Sýninginn fékk ágætar viðtökur, og ágætan dóm í Morgunblaðinu, auk þess fékk ég svaka stóra grein í DV.
En tíminn leið, og ég gerði mest lítið eftir það. Bara lét tímann líða, reykti kannabis og hitti mína vini.
Ekki meira svona
En það kom að því ég gerði mér grein fyrir því að þetta var alls ekki minn lífstíll. Fyrir mig núna er alltílagi að grípa í eina jónu einstaka sinnum eða fá sér í skalla við og við, svona einsog maður fer á fyllerí, en að gera þetta á hverjum einasta degi, stundum frá morgni til kvölds, og ala með sér ýmsa andlega kvilla, er ekki minn lífstíll.
Ég byrjaði að breyta til, skráði mig í fjarnám hjá Fjölbraut við Ármúla, í þrjá áfanga: Félagsfræði, Sálfræði og líf- og lífeðlisfræði 103. Komst að því að þetta var rúmelga of mikið þannig ég skráði mig úr LOL103 en hélt áfram í FÉL103 og SÁL103 og lærði og lærði, tók próf og náði. Þetta var í byrjun ársins 2003. Í febrúar ákvað ég að hætta að reykja kannabis, en það gekk ekki betur, sökum andlegra niðursveiflu, að ég byrjaði að reykja af miklum krafti í Mars. En strax í byrjun Apríl þá skar ég niður, og reykti einstaka sinnum. Það var síðan ekki fyrren í Maí að ég hætti algjörlega að reykja. Enginn meðferð, aðeins ein ábending frá einum vini mínum, og vilji til þess að hætta að sóa tíma og fjármagni í eitthvað sem maður er ekkert að græða neitt á. En þar með er ekki sagt að ég neyti ekki kannabis, jú ég viðurkenni það nú alveg, einsog ég hef sagt áður, að ég neyti ennþá kannabis. Bara ekki í jafn viðbjóðslega miklu magni og ég gerði áður. Að gera þetta kannski 2-3svar sinnum á 2-3 mánuðum er ekki mikið, en að gera þetta 30+ sinnum á 2-3 vikum er meira en nóg.
Ég flutti síðan frá sambýlingi mínum og byrjaði að leiga með vini mínum til margra ára, sem er hinn fyrrgreindi umdeildi þáttur er leiddi til ákvörðunnar að flytja til Hornafjarðar. Meira um það næst.

Engin ummæli: