laugardagur, desember 06, 2003

Um ósiðlega hegðun
Einhver sagði að "Ein mesta lygi sem Satan taldi fólki trú um er sú að hann væri ekki til."

Hverjir ráða? Það er ekki sá sem þú kaust, það er ekki núverandi ríkisstjórn og það er ekki leiðtoginn sem þú sérð á skjánum. Það skiptir í raun engu máli hvaða flokk maður velur, hvaða pólítíska stefnu maður tekur eða hvaða félag maður styður, það hefur enginn áhrif á þá heimsmynd sem fáir útvaldir eru búnir að sjá og eru að skapa. Baktjaldafólkið. Þessir útvöldu, þessir einstaklingar sem spila refskák með líf milljarða manns, fólkið sem er í raun alveg sama um allt og alla nema kannski, bara kannski, sína nánustu, svo fremi sem þessir nánustu geta borgað eitthvað til baka. Þessir hagkerfiskeisarar, drottningar og þeirra hirðfólk, þetta fólk sem segjist engu ráða en ræður öllu. Þetta eru hini sönnu "leiðtogar" hins viti borna manns.
Þeirra vald felst í efnahaginum og ef þeir hafa efnahaginn á sínu valdi, hver ræður? Ekki þú. Þetta "kóngafólk" ræður yfir 95% af öllu fjárstreymi í heiminum og þetta fólk á þig og þína nánustu. Þetta eru hinir sönnu kúgarar og lénsherrar, þetta er liðið með hinn gullna písk. Við erum öll þrælar einhvers fámenns hóps. Þetta fólk sem leikur sér að því að gefa frá sér ríkidæmi og rífur það niður þegar þeim hentar. Þetta er fólkið sem hefur komið af stað öllum helstu styrjöldum veraldar. Útaf hverju? Einfaldlega, útaf því, bara. Í bili er ekki til betri skýring.
Öll stríð eru plönuð langt framí tímann og stríð eru kostnaðarsamt. Innrás í Panama, Írak, Víetnam svo einhverjar frægir bardagar á vegum Bandalag Norður Ameríku sé talið upp. Júgóslavía, Tsjétenía og Finnland til að nefna fórnarlömb Rússlands. Pólland, Frakkland og Bretland svona í tilefni Þýskalands. Nýlendustefnur BNA, Frakklands, Bretlands og fleiri, til að fá auð. Dæminn eru endalaus og mannfallið er gríðarlegt. Þetta nær til Napóleóns Bonaparte.Þetta fólk fjármagnaði einstaklinga á borð við Hitler, Lenín, Stalín, Pol Pot, Castro, Bin Laden og fleiri. Þetta fólk varð sjóndapurt mjög sökum allan þann auð sem þeim var í boði og tilbúnir að sætta sig við hvaða skilyrði sem er, skrifa undir alla samninga án þess að lesa litla letrið.
Hægt er að koma með orð og orðalag einsog: ógn við heimsfrið, mannréttindabrot, þjóðarmorð, hugsanleg innrás o.s.frv., til að fá samþykki almennings. En þetta fólk hefur þá þegar ákveðið að nú skal haldið stríð því það er svo "gaman!" það eina sem þarf er að almenningur samþykki það, og auðvitað gerum við það. En við gleymum alltaf að spurja ýmsar spurningar á borð við, hvaða fólk er þetta og hvaðan kemur það og síðast en ekki síst, hvaðan fengu þessir einstaklingar fjármagn til þess að stunda sín "áhugamál"?
Áhugamál, segji ég, einsog valdarán, byltingar, þjóðarmorð og stríð. Þessi upptalning er ansi dýr í rekstri, og hvernig öðruvísi er hægt að fá auð til að fjármagna svona fyrirbæri án þess að fá lán hjá fólkinu sem á löglegu peningavélina? Ekki er eingöngu hægt að hækka skatta, að bæta við skatttengdar tekjufjármagnanir eða safna nokkrum milljörðum í símakosningum til að fá auð, það er ekki hægt. Eina ráðið er að biðja um alþjóðalán. Þetta fólk er meira en fúsir til að lána, svo fremi sem þeir fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af hverju vilja þessir bankamenn lána svona fólki pening? Hvernig geta bankamenn ekki vitað hvað þetta fólk mun gera við auðinn?
Hví? Í raun varðar þetta fólki engu um hvað verður um afdrif milljón manns, almennings eða hermenn. Það skiptir þeim engu máli hvort að þjóðarmorð eigi sér stað í Austur-evrópu eða Austur-Tímor, bara svo lengi sem þeir geta eitthvað grætt á því, þá er þeim alveg sama. Það hafa þeir aldeilis gert. En hversu mikið hafa þeir grætt? Margar tölur mundu ef til segja eitthvað í líkingu við hundrað þúsund milljarða milljarða og ein króna, en í raun og veru hafa þeir ekki grætt neitt. Það eina sem þeir hafa uppskorið er eymd, vesæld og sársaukafullan dauða hjá næstum fimmtíu til sjötíu milljarða manns í gegnum tímann og allur þessi auður hefur að auki skapað alla skæðustu sjúkdóma sem til eru, líkamlega jafnt sem andlega. Á okkar tímum er meira en helmingur mannkyns sem þjást, og nær allt mannkyn sem er kúgað útaf gráðugum gömlum köllum og rúmlega 500 milljón manns deyja árlega sökum siðblindu.
Eigendur fyrirtækja, til dæmis, sem veltir milljörðum ofaná milljörðum hugsa um hvern einasta aur einsog um þann síðasta væri að ræða. Þegar kemur að siðferði þá eru þessir einstaklingar blindir, skeyta engu um heilsu starfsmanna, skeyta engu um heilsu viðskiptavina, skeyta engu um heilsu móður náttúru. Þeim er alveg skítsama um þig og alla í kringum þig. En af hverju hugsa þeir um hvern aur einsog kvenkynsspendýr hugsar um afkvæmið sitt? Af hverju skiptir það svona rosalegu miklu máli að spara í öllum útgjöldum? Það er ekki einsog McDonalds, PepsiCo, Idaho Beef Products eða Nike muni tapa 500 milljörðum á ári þó þeir hækki launin um hundrað eða þúsund kall. Fyrirtækið mundi ekkert fara á hausinn - hvorteðer þeir gætu fengið lán, nú eða ríkisstyrk og ríkið gæti tekið lán.
Er þetta til að eiga efni á félagskírteini í dýrasta golfklúbbi í heimi? Til að hafa nóg fyrir rigningardaga? Til að kaupa nýjsutu afurð Calvin Klein? Eða kannski er þetta útaf þeim skilyrðum frá þeim stofnunum sem auðurinn kemur frá? Langtum verri eru þeir sem eiga og reka alþjóða- og seðlabanka, sem allt er í einkaeigu. Þessar stofnanir geta auðveldlega skapað fleiri seðla til að gera alla hamingjusama, en af hverju gera þeir það ekki. Af hverju? Svarið er: Peningar eru til þess að fá völd, völd til að fá meiri völd.
Það eru völdin sem fégráðugir menn hafa sóst eftir. George Orwell svaraði þessarri spurningu fyrir 60 árum síðan, andskotinn hafi það, hann var ekki að tala útúr rassgatinu á sér! Það er enginn önnur skynsamleg ástæða. Þetta er ekki góðmennska, það er ekki verið að reyna að ná fólki saman, það er verið að reyna stía þeim í sundur. "Peningar er rót alls hins illa(Money is the root of all evil)" söng David Gilmour í Pink Floyd á sínum tíma, það er aldeilis rétt. Siðferði mannsin lútir undir lægra haldi þegar kemur að völdum og peningum. Þeir sem hafa peninga, hafa völd, þeir sem hafa völd vilja meiri völd.
En af hverju? Gæti verið að svarið leynist í sálfræðinni, að þetta eru allt menn með minnimáttarkennd og stórmenskubrjálæði er hafa firrt sig frá raunveruleikanum, með ranghugmyndir að öll þessi tölfræði sem býr heiminum, þessar 6 komma 8 milljarðir eru öll að reyna seilast í vasan hjá þessum stórhættulegu mönnum? Nei, allur þessi aragrúi af einstaklingum vilja bara lifa hamingjusamlega, án kvíða eða annarra andlega eða líkamlega kvilla. En það er til fólk, örfáir einstaklingar sem hægt er að telja á annarri hendi sem trúir því ekki, vilja einfaldlega ekki gera sér grein fyrir því, því þetta fólk vill alltaf seilast í vasan hjá öðru fólki til að fá meiri peninga og þar af leiðandi meiri völd. Efnahagurinn var skapaður af furðulega gráðugum mönnum, og þessi efnahagur, þetta hagkerfi er eitt mesta plat mannkynsögunnar, ekkert hefur blindað manninn jafn mikið og peningar. En af hverju vill fólk fá völd?
Af hverju? Það er ekki til betri skýring nema sú að þetta fólk er illt, djöfullegt, fullt af hatri, viðbjóðslegt. Þetta fólk er sá Satan sem sagði "ég er ekki til!" Ef við tökum upp gamla góða "Við og þeir"-skýringuna, og útskýrum þetta á frekar einfaldan og kristilegann hátt: Ef þeir eru Satan, þá erum við Guð, og Guð er fjöldinn og fjöldinn er stærri, sterkari og, því miður, erum við skíthrædd við Satan. Ei viljum við styggja hann. Af hverju? Þú verður bara að eiga það við sjálfan þig.

Engin ummæli: