miðvikudagur, janúar 07, 2004

Hvað verður langt í krakkið?
forvarnarsmugan er kallast endurlögleiðing kannabis

Umræðan um ofbeldið í undirheimum Íslands rís upp aftur og aftur, einsog afar hæg alda. Þessi umræða virðist alltaf spretta upp á fullu tungli, og má þá tala um tunglsýki fréttamanna um ofbeldi undirheima. Áróður frá innheimtumönnum Intrundirheima Injustitia um þær afleiðingar sem fylgir því að borga ekki skuldinna sína á réttum tíma, hræðsluáróður fréttamanna um þær afleiðingar er fylgir því að neyta fíkniefnis og síðan kemur róandi og slævandi tal háttsettra lögreglumanna um að ofbeldið er ekkert jafnslæmt og það virðist líta út á blöðum og skjám fréttamiðla og á sjúkraskrám bráðamóttu landspítalans, en ofbeldið er samt til staðars.
Ein helsta fjármögnunarleið þá framtaksömu viðskiptamanna er stunda fíkniefnabransann er kannabis, og besta leiðin til að kippa undan þeim fótunum er að lögleiða kannabis. Þar af leiðandi munu þessir viðskiptamenn koma uppá yfirborðið með þá tekjur sem þeir hafa haft af ólöglegum viðskiptum og koma á fót kaffihús eða álíka starfsemi og borga skatta til ríkisins, þar af leiðandi munu þessir milljarðir sem hverfa í neðanjarðarstarfsemi koma aftur uppá yfirborðið, og lögleg viðskipti munu eiga sér stað. Vandamálið er fylgir handrukkun og ofbeldi mun hverfa, það er að segja ef ofbeldið er það sem fólk hefur mestar áhyggjur yfir. Þetta er mjög einföld jafna og mjög einföld útkoma.
Auðvitað mun kannabisnotkun verða meiri, auðvitað mun fólk prófa og auðvitað verður neysla á kannabis-efnum augljósari, en ef það er tekið mið af Hollensku tilraunini, þá mun það standa í mesta lagi ár til tvö ár ekki lengur. Hollenskir unglingar eru ólíklegri til að reykja kannabis en Franskir, Breskir eða jafnvel Íslenskir unglingar! Það er meiri kannabis-neysla í þeim löndum sem þetta er bannað, en í þeim sem er búið að lögleiða eða afglæpa eign og neyslu kannabis, t.d. Kanada, Belgía og náttúrulega Holland.

Það eru fleiri fíklar í Bandaríkjunum en í Hollandi, ásamt því að meðalaldur fíkla í BNA er mun lægri en í Hollandi. Meðalaldur fíkla í BNA er rúmlega 20 ára, og talið er að ca. 2% af þjóðinni er háð sterkum fíkniefnum á borð við krakk, heróín og kókaín, en meðaldur er 44 ára í Hollandi, og aðeins 0,2% eru fíklar.
Það er pólítisk ákvörðun er fylgir því að framfylgja banni og hertum reglum gagnvart kannabis í BNA, pólítísk er hún að því leytinu til að það megi ekki sýna neina linkind gagnvart fíkniefnum af hvaða tagi sem er. En það kemur niðrá það að næstum því þriðji hver Kani er líklegur glæpamaður, því samkvæmt könnun er gerð var í BNA sögðu rúmlega 70 milljón manns að hafa einhvern tímann prófað kannabis. Fólk getur verið dæmt í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa í fórum sínum sem nemur 0,3 grömm af maríjúana, jafnvel geta sumir átt von á að fá dauðadóm fyrir aðeins meira magn.Í BNA eru rúmlega 200.000 manns dæmdir í fangelsi árlega fyrir eign eða neyslu kannabis. En auðvitað eru sumir sem sleppa betur en aðrir, þá á ég við syni og dætur stjórnmálamanna eða ríkisbubba, sem geta sloppið með asnalega lága sekt og meðferð í 3 mánuði, og jú, jafnvel þurft að vinna einhverja samfélagsþjónustu.

En ef fólk og þjóð vill hindra það að almenn glæpastarfsemi eða gengi á borð við Hell´s Angels, mun ekki festa sig í sessi hér á landi, þá tel er nú skömminni skárra að lögleiða helvítið eða í það minnsta afglæpa eign og neyslu á minniháttar magni af kannabis, en að skapa glæpamenn útaf smáræði sem kannabisneysla er, og að auki bjóða hættunni heim með þeim óbeinum skilaboðum til vissra glæpaklíka um að hér sé hægt að græða. Því þeir munu haga sér einsog dæmigerðir óforbetranlegir löglegir viðskiptajöfrar og reyna troða sínum vörum á borð við alsælu, amfetamín, kókaín, heróín, ópíum og morfín inná frekar friðsælt fólk sem lætur sér það nægja að reykja kannabis.
Hver veit, kannski ef núverandi stjórnmálamenn neita að "sýna linkind gagnvart hverskonar fíkniefnum" áfram, þá verður kannski á boðstólnum krakk fyrir alla krakka (sem í 95% tilvikum gerir mann háðan, á móti kannski 0,5% tilvikum kannabisneyslu en það er ekki staðfest af neinum vísindalegum könnunum), sem skiptir kannski stjórnmálamönnum litlu máli það sem þeir telja sig trú um að það sín börn eru vel uppalin og neyta ekki fíkniefnis...

Engin ummæli: