miðvikudagur, janúar 07, 2004

Ýktar fréttir: Ofbeldisfulli smábærinn Hornafjörður DAUÐANS!
"Veittust að lögreglu
20-30 ungmenni réðust með kjafti og klóm að lögreglunni á Höfn í Hornafirði á aðfaranótt þriðja dags jóla og hlutu lögreglumennirnir smávægileg meiðsli af því er fram kom í útvarpsfréttum.
Um 100 gestir voru á dansleik í Sindrabæ og var aldurstakmarkið 16 ár..."

Er ég var að líta yfir bloggsíðu bróður míns, þá sá ég þessa frétt. Ekki er getið hvaðan hún er tekinn, væntanlega af mbl.is - skiptir engu máli, því þessi frétt er algjört bull frá upphafi til enda. Í fyrsta lagi voru ekki 100 gestir á dansleik Sindrabæ, einfaldlega útaf því að það var einhver kúka-hljómsveit frá Sauðarkróki sem hét "eitthvað" auk þess að það kostaði 2000 krónur inn og enginn unglingur með viti hefði borgað sig inn, einnig að flest öllum var bara hent út áður en ballið byrjaði, í öðru lagi, þessi fjöldi sem veittist að lögreglunni, þessir 20-30, var samtals fjöldinn sem var á ballinu og í þriðja og síðasta lagi voru eingöngu fjórir drukknir unglingar sem veittust að lögreglunni. Þetta minnir mig á gíslatöku-fréttina, sem var einnig svakalega ýkt og vel krydduð af ýmsum nýjungum, það vantaði bara að þessi "mannræningji" hefði verið Osama Bin Laden.

En ef það eru ekki almennilegar líkamsmeiðingar, aflimanir og blóðsúthellingar einhverja helgi eða hátíð á Hornafirði, þá er það ekki frétt... nema það sé hægt að spinna einhverja hryllingsögu inní atburðinn.

Djöfulsins bull.

Engin ummæli: