miðvikudagur, janúar 07, 2004

Við erum svo hrædd um að lenda í fangelsi, að vera refsað, sektað, kært, eiga í hættu að vera útskúfaður, úthúðaður aumingji og ræfill ef við gerum eitthvað róttækt.

En hvað geta 64 einstaklingar á þingi gert á móti ca. 140.000 vinnandi manns? Af þessum vinnandi mönnum eru hvað? 1400 lögreglumenn? Hvað geta þeir gert gagnvart 126.000 vinnandi manns? Af þessum 126.000 hversu mikið hefur nægileg kjör til að fara til Mallorca 3-4 sinnum á ári? 100? 1000? 10000? Ekki held ég þeir er flokkast undir þá feitu og sáttu aristókrata og smáborgara eru fleiri en þeir sem gætu hæglega kallast vesælir og ósáttir öreigar, bóndar, verkamenn.

Hvað þarf að gera svo að rúmlega 120.000 þúsund manns einfaldlega hætti að vinna? Eitt stórt allsherjar verkfall? Þarf eitthvað blað, málgagn líkt og Fréttablaðið að koma fram, dreift frítt á öll heimili?

Engin ummæli: