miðvikudagur, janúar 21, 2004

Merkilegt með fréttablöð og verkalýðsfélög. Það er öskrað mannréttindabrot, þruma einsog heiðskýru lofti, "hvaðan kom þetta?", "þetta gengur ekki!" og fleiri slagorð þegar herinn ætlar að segja upp 100-200 manns bara sisona og uppúr þurru, og "er þetta ómöguleg vinnubrögð" bæta gjarnan við "að þetta sé ólíðandi", því þetta fólk á "erfitt með að finna sér vinnu á skömmum tíma". En þegar ríkið leggur tillögu um að segja upp 200+ manns hjá Landspítalanum, heyrist varla múkk. Einsog þetta fólk, sem flest allt er ófaglært, á eitthvað auðveldara með því að fá vinnu annarstaðar í heilbrigðisgeiranum. Nú eða þegar Íslensk Erfðagreining gerði það sama, ekki tíst.

Engin ummæli: