Fékk nokkrar jólagjafir, einsog stundum gerist um jólin, og allar gjafirnar komu mér skemmtilega óvart, að einni gjöf undanskilinni, en það var bókin The Illuminatus! Trilogy, eftir Robert Anton Wilson og Robert Shea, ég hafði sérstaklega beðið um hana.
En sú gjöf sem gladdi mitt svarta hjarta var ævisaga mesta þjóðfélagaskrítiker ever, cynic með meiru, William Melvin Hicks, eða Bill Hicks, og bókin ber heitið American Scream: The Bill Hicks Story, og er eftir Cynthia True. Kláraði hana síðan á örfáum dögum, og varð nett pirraður yfir því að þessi maður, sem hafði verið að reyna koma sér á framfæri í næstum 16 ár, eða frá því hann var 16 ára, deyr úr jafn ömurlegum sjúkdómi og krabbameini (í brisi), og það á meðan hann var alveg á ystu nöf frægðar og frama. En, það þýðir ekkert að velta sér uppúr hlutum sem hefðu geta verið, svona varð þetta.
Einnig fékk ég Leiðin að lífshamingjunni eftir Dalai Lama... hmmm, já, gæti verið áhugaverð.
Af einhverjum ástæðum fékk ég Harry Potter-bindi, sem mér fannst einkennileg, en þó skemmtileg gjöf.
Ren&Stimpy safnið á DVD, sería 1&2, óklippt með nokkrum aukahlutum, mikil snilld, mikil snilld, sérstaklega Powdered Toast Man, en Frank nokkur Zappa talar inná fyrir "The Pope" ´Hey, I´m saved´
Síðan fékk ég tölvuleikinn Halo, sem gerði það víst afar, afar gott á Xbox, en eftir að hafa spilað hann og klárað, þá finnst mér það furða hvað er svona svakalega merkilegt við þennan leik. En ágætur er hann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli