Bókalestur : Kafli 5.2
Bók sem er í lestri núna ber titilinn The Mismeasure of Man, eftir Stephen Jay Gould (P.hD). Tilgangur þeirra bókar er að hrekja allar niðurstöður af því er kallast vísindalegur rasismi, líffræðilegri löghyggju (biological deternism), þ.e. að kunnátta og viska felst í kyni, kynþætti og aldri. Það er farið í þetta mál í sögulegu samhengi og athugað vísindalegar niðurstöður ýmissa vísindamanna og "vísindamanna", s.s. Paul Broca, sem má teljast vera upphafsmaður í höfuðlagsfræði. Þessi bók, skv. inngangsorðunum, á vera aðgengileg almenningi fyrir utan tvo kafla eða svo. Virðist vera afar athyglisverð bók.
Annars var ég að enda við Slaughterhouse-Five eftir Kurt Vonnegut, sem er svakalega góð bók. En hún fjallar um William Pilgrim, rúmlega sextugan mann sem rifjar upp (ferðast í gegnum tíma og rúm einsog það er orðað) ýmiss atvik í lífi sínu, s.s. þegar hann lifir einn af í hræðilegu flugslysi, þegar hann var rændur af geimverum og sýndur í dýragarði, giftist konu sinni Victoriu, en þó snýst sagan aðallega í kringum hina hræðilegu sprengjuárás á Dresden í Þýskalandi sem varð rúmlega 140.000 manns að bana. En ástæða þess af hverju Billy byrjar að haga sér undarlega, einsog til dæmi með tímaferðir og geimverunnar, má rekja til stríðsins.
Shrödinger´s Cat Trilogy eftir Robert Anton Wilson er afar, afar athyglisverð bók, og krefst þess af mér að ég lesi hana aftur. Hún segjir frá nánast sömu karakterunum sem lifa mismunandi lífi í mismunandi samhliða heimum, en þessir samhliða heimar tengjast á einhvern hátt. Sögupersónurnar allar telja sig skilja útá hvað Köttur Schrödingers gengur útá. Sem er dæmi úr skammtafræði, og ég ætla ekki að þykjast að ég skilji það eitthvað, en það sem ég tel mig vita er að skammtafræði er afstæð stærðfræði10. En Köttur Schrödingers er rannsókn sem felst í því að köttur er lokaður inní boxi, og það er sett visst mikið magn af eitri í kassan (blásýra eða plútóníum), eitrið á að vera nóg til að bæði drepa köttinn og ekki drepa köttin, síðan er dæmið reiknað út, og svarið við dæminu er á þá leið að kötturinn er bæði lifandi og dauður í senn, eina leiðin til að vera viss er að opna boxið, en þá er rannsóknin ónýt. Af hverju? Því að þá er rannsakandinn búinn að hafa bein áhrif á rannsókninna.
Einnig kláraði ég alla Riverworld-söguna, fimm bækur samtals. Sem er bland af vísindaskáldskap og sagnfræði. Afar skemmtilegar og lærdómsríkar bækur. Philip José Farmer tekst að gera sagnfræði mjög skemmtilega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli