Fyllerísröfl á Kaffihorninu
Það er ekki ósjaldan sem maður ræðir við félaga sína hér á Hornafirði um ýmis, köllum það, viðkvæm málefni, einsog innrásina í Írak (ólögleg og ónauðsynleg) og aðdraganda þess þegar tvær flugvélar flugu á tvo turna þann ellefta september tvöþúsundogeitt (en margt bendir til þess að Bush-stjórnin eru viðriðnir því athæfi, máski ekki framkvæmd hana persónulega en lagt blessun sína yfir verkefnið og lagt smá pening í púkkið), einnig hefur maður viðrar gamla "kommúnistadraugin", og talað um jafnrétti og þvíumlíkt, meira segja talað um það að öll erum við manneskjurnar eins, en ekki menninginn.
Mér finnst það magnað að ræða við þá, því margir þeir sem ég tala við eru Sjálfstæðismenn (furðulegt hvað það eru margir sjálfstæðismenn hérna), einsog fyrr um kvöldið þá spjallaði ég við vin minn um 11.09.01, og bendi á athyglisverðar staðreyndir í sambandi við það, fjórar farþega-flugvélar sem fara nær samtímis af flugleið og eru á dóli í rúmlega klukkutíma eða lengur, án þess að enginn gerir neitt, engar f-15 þotur fyrren flugvélarnar voru brunandi flak í bland við líkamsparta, stál og steypu. Reyndi að benda á misræmið í því að BNA sem vænantlega var/er á farabroddi allra þjóða þegar kemur að landvörnum, gerðu ekkert fyrren það var búið að ráðast á landið, ekkert tekið mark á viðvörunum frá hinum og þessum leyniþjónustum, þ.á.m. bresku, þýsku og ísraelsku leyniþjónustunum, en sú Ísraelska, Mosad, er ein öflugasta leyniþjónusta í heiminum og ég býst við því að þær skýrslur sem koma úr þeirri stofnun og eru sendar ríkistjórna með skilaboð sem vara við hugsanlega árás, ætti að vera teknar alvarlega. Mótrökin frá þessum góða vini mínum voru á þá leið að kannski að eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá FAA, einhver sofnað á verðinum og ekki gert sér grein fyrir því sem var að gerast fyrren of seint. Það er bara ekki rétt. Nokkrar spurningar
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli