miðvikudagur, desember 15, 2004

Brátt koma blessuð jólin
Jæja, það eru að koma jól. En nýtt, en áhugavert. En er einhver, hvernig á maður að orða það, meining bakvið það að halda uppá gleðileg jól? Það má vera að þetta sé hátíð ljós (og Orkuveitunnar) en ekki friðar. Of mikil markaðshyggja, of mikil græðgi. Of mikil fátækt, of mikil eymd. Viðvarandi styrjaldir í allavega tveimur álfum...

En þessi tími er samt svona hálfgerður tími til að aðeins að létta af sér öllum áhyggjum og byrðum heimsins, hafa smá sjálfhverfa og eigingjarna hugsun og fagna því að maður er lifandi.

Engin ummæli: