[Ljósin lýsast upp, við erum stödd í sal fullur af ímynduðu fólki, hálfþrítugur, dökkhærður maður labbar uppá sviðið og staðsetur sig fyrir framan pontu sem er merkt með gullnum stöfum MTA]
Þórður: Hæ, ég heiti Þórður, og ég er rosalega hæfileikaríkur.
Hópur: Hæ Þórður!
Þórður: Ég get sungið, leikið og teiknað, er lunkinn penni, hugmyndaríkur andskoti, dútla mikið bæði í tónlist og myndlist, fljótur að ná handtökum í vel öllum starfsgreinum sem ég hef komið nálægt. Les óhemju mikið af bókum, nokk greindur, stend mig ágætlega í skóla. Get gengið og tuggið tyggjó á sama tíma og hvaðeina. Ég bara veit ekki hvað ég skal gera við alla þessa hæfileika.
(Hópur klappar lítillega, Þórður gengur frá pontu og fundarstjórinn tekur til máls)
Fundarstjóri: Þökkum Þórði fyrir þessa opinberun, og klöppum aftur fyrir honum.
(Fundarstjóri og hópur klappa)
Fundarstjóri: Vill einhver annar taka til máls? [Þögn] Einhver?
[Ljós dofna]
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
[stíg upp í pontu] Hæ ég heiti Alexandra og er..tja.. ekkert svakalega hæfileika rík.
Ég hef leikið síðan ég var 6 ára samt er ég ekkert svakalega góð leikkona.. ég get ekki sungið mjög vel, eða ég tel mig ekki syngja mjög vel. Ég er latur penni en blogga örfáum sinnum á myspace.com. Ég yrki ljóð stundum en það er engin regla á þeim, bara andfjandans tilfinningar. Ég á það líka til að teikna, en er ekkert svakalega góður teiknari, stefni samt sem áður að gera comic. Ég á það til að elda mat og geri það oftast mjög vel, enda elda ég alltaf sama hlutinn og verð betri og betri með hverjum disk. Mig langar að stofna tvö bönd, eitt er með mér, ingibjörgu og fannari en það band mun heita the powerpuff girls og er í býgerð... um leið og maður kann á eitthvað hljóðfæri. Hitt bandið á að spila bara lög úr söngleikjum í thrash/thrashmetal/hardcore/pönk stíl.
takk fyrir mig
Skrifa ummæli