sunnudagur, apríl 03, 2005

Áhrif og áhrifaleysi orðsins

Íslensku 19. aldar tímaritin í samanburði við íslensku bloggin og vefritin

Nei, þetta er ekki heillangur pistill, ekki strax. En þetta er hugmynd að verkefni fyrir Ísl603 í framhaldskólanum. Einsog titill og undirtitill vísar í, þá ætla ég að nokkurn vegin gera samanburð á því sem er ritað í dag og því sem var ritað þá. Ástæða þess að ég ætla að taka vefrit og blogg í staðinn fyrir dagblöð og tímarit er út af því að þessir miðlar eiga það sameiginlegt að hvorugt náði/nær til allra Íslendinga. Dreifinginn á 19. aldar ritunum var afar slitrót, sum tímarit átti ekki nema í mestalagi 200 áskrifendur og það tók langan tíma fyrir þessi rit að skila sér á réttan stað, auk þess voru flest allir áskrifendur búsettir í Reykjavík.

En það sem var ritað á 19. öld skipti máli, það hafði áhrif. Þetta var ein af undirstöðunum í sjálfstæðisbaráttu og sjálfstæði Íslendinga, en það tók samt sinn tíma að fá fram breytingar. Tökum dæmi af ritdómi Jónasi Hallgrímssyni, þar sem hann gagnrýndi Númarímur og rímnakveðskap almennt, eftir þennan ritdóm þá lognaðist nær 500 ára gömul hefð útaf. Þetta er dæmi um stórkostleg bókmenntaleg áhrif.

Önnur pæling er einnig að athuga hvort hægt er að "hólfa" niður vissa einstaklinga, t.d.: Skírnismenn, Fjölnismenn o.s.frv á 19. öld, en hugsanlega Vantrúarmenn, Djöfleyingar, Gagnaugnamenn o.s.frv í dag.

Allar ábendingar, önnur sjónarmið og hugsanlegar hugmyndir eru þiggðar með þökkum.

Engin ummæli: