Sú súra stækja sem hengur yfir þessu skitna landi eins og mara. Helvítis aumingjaskapur og djöfulsins röfl í ömurlegu liði, þykjast vita allt og geta allt en gera ekki grein fyrir þá botnlausa heimsku sem hrjáir þennan lýð og þetta svívirðilega sinnuleysi sem leggst í fólk eins og um illkynja heilaæxli væri að ræða. Viðbjóður!
"Ussum, svei, við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta gengur ekki. Obbobbobb!"
Vér Íslendingar höfum tuðað í hartnær 200 ár yfir ómerkilegheitum á borð við þjóðfrelsisbaráttu, landlæga fátæk og önnur huglæg vandamál sem við heimfærum yfir á allt og alla. Fyrirlitnlegu flón og fávitar! Erum við betur stödd nú en fyrir tveimur hundruðum síðan? Tja, muldra maðkarnir í hljóð, við höfum sjónvarp og bíla, það hlýtur að teljast. Setjast síðan á ölkelduhúsin eða í reykmettandi umhverfi og tuða yfir þeim stöðuga og guðdómlega sannleik að heimur versnandi fer. Auðvitað, sérstaklega ef ætíð er beint sjónum okkar að öllu því versta sem fyrirfinnst í þessu volæði sem þessi svo kallaða lífsbarátta er. Hvað varð um smá sólarglætu í byrjun dags og lok þess? Stríð þetta, fátækt þarna, hið sífellda sérhagsmunavaldabrölt og auðsöfnunaráráttustagl hjá ómerkilegum karlfjöndum sem telja sig vita betur, þegar þeir eru í raun í nákvæmlega sama stakk búinn og allir hinir! Þeir eru jafn mikil fífl og við hin.
Sjáðu í sjónvarpinu, heyrðu í útvarpinu, lestu í blöðunum hvar eru fréttir sem segja manni að níu ára gamall drengur í Afríku lærði að lesa í dag, lögfræðingur fór heim og fékk sér heróín og mætti svo ánægður í vinnuna um morguninn, tveir gagnstæðir einstaklingar komust að þeirri niðurstöðu að þau áttu margt sameiginlegt og felldu hug saman og nutu ásta á unaðslegan hátt, maður mundaði gamla byssu og gekk frá henni í lokaðann og læstan skáp, krakkahópur skemmtu sér í einn-tveir-þrír-fjórir-fimm-dimmalimm!
Nei, hvað er það sem dynur á okkur hvern einasta dag, sem smýgur sér innum okkar skynjun og saurgar okkar vitund á hverri stundu er maður vakir? Passaðu þig á krókódílamanninum, tveir ólíkir stofnar kljást um einn lítinn og skitin landskika, fáðu þér ótrúlega nýjan bíl sem meðal annars inniheldur rafknúinn sitjandanuddara, mánaða gamalt fóstur nauðgað af brjáluðum hópi sem ahyllist alskonar trúarofstæki!
"Ussum, svei, við verðum að gera eitthvað í þessu. Þetta gengur ekki. Obbobbobb!"
Haltu kjafti og njóttu lífsins. Haltu kjafti og hundsaðu þetta helvíti sem vér Íslendingar, vér fólkið höfum skapað okkur sjálf og viðhöldum með ræfilshætti og gunguskap, enda skilyrt til þess að vita ekki að einhverstaðar handan við hornið bíður hið svokallaða "himnaríki" en aðeins ef við þorum, já fokking þorum að gera eitthvað í því.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
satt, satt, en ert þú að gera eitthvað meira í þessu en aðrir? fyrir utan að beina athygli að þessu?
Er ég ekki í þessum sama hóp sem um er talað? Það eina sem nokkurn veginn aðskilur mig frá þessum hóp er að ég skrifaði þetta, en þar með er ekki sagt að ég sé ekki hluti af þessu líka.
Skrifa ummæli