mánudagur, apríl 25, 2005

Anarkibóhedónisti

Gott og þjált orð, er merkir að vera nautnaseggur sem dýrkar það að vera nokk skapandi en er ekki mikið fyrir yfirvöld og ríkistjórnir, s.s. að bera afar mikið vantraust til nær allra sem þykjast vita betur en aðrir. Anarkibóhedónisti. Það er ég.

"Ég er frjálslyndur miðjumoðari sem aðhyllist kristileg gildi og frjáls viðskipti."
"Ég er framtaksamur skattsvikari, barnaníðingur og raðnauðgari"
"Ég er hægri sinnaður kynþáttahyggjumaður og styð einkaeignalöggjafir og einstaklingsgildi."

Rosalega er orðið leiðinlegt að sjá fólk hólfa sig niður, og til hvers? Alltaf koma ný og ný heiti og flokkanir yfir fólk, rétt einsog verið er að "finna upp" eða "uppgötva" nýja og merkilega "kynstofna" frá öðrum landshlutum. Kristilegur demókrati? Hvað er það? Frjálslyndur Marxist-Lenín-Maóisti? Vatt ðe fokk? Stórfyrirtækisstjórnvalds -leysingji! Hvað varð af gamla góða "us vs. them" eða "sameignasinnatittir vs auðvaldshyggjurottum"? Hvað með bara "drengur góður" eða "virðingaverður"? Er það mannlegt eðli að flækja hlutina fyrir sjálfum okkur?

Jafnvel fólk sem reyna að lifa lífinu eftir klisjunni "já, allir í skóginum eiga að vera vinir" og geta ekki litið í augun á sumum útaf þvílíkri heift gagnvart stjórnmálaskoðunum hjá viðkomandi. Það er óhjákvæmilegt að líka illa við sumt fólk. Sumt fólk er einfaldlega fífl sem er ekki viðbjargandi.

"Ég er fífl."

Ég reyni þó, já ég reyni, að finna eitthvað "gott" hjá hverjum og einum. Með þetta hugarfar að vopni, það eru allir intressant, hefur það alveg tekist ágætlega. En því miður, sumt fólk er svo mikið fífl. Það getur verið auðvelt að sía fíflin frá fólkinu, fíflin eru oftast þeir sem þykjast vita betur.

Tökum dæmi: Það er einn einstaklingur sem ég hitti gjarnan á lókalnum* meðan ég sit og drekk bjór og reyki tóbak, er ég sé þennann mann þá andvarpa ég og hugsa með mér "Ohhh, hann er svo mikið fífl" hann fær sér Pepsi sér mig og kveður hátt og snjallt "Nei, blessaður Þórður, hvað segir hann?" ég svara á eins kurteisislegan hátt og hægt er "Allt ágætt" tel það nægja og bæti kannski eitthvað við einsog, ég veit það ekki, að samgönguráðuneytið ætlar að kynna nýtt frumvarp sem heimilar lögreglunni að hnýsast um alla borgara á landinu er hafa síma og internet. Af einhverjum undarlegum ástæðum þá byrja allar umræður að snúast um vissar tegundir af farartækjum eða bara bíla almennt. Ég veit ekkert um bíla, nema það nauðsynlega og auk þess er mér alveg sama. Þegar viðkomandi byrjar að tala um bíla þá hugsa ég stundum með sjálfum mér "Af hverju er ég að tala við þennann mann, öllu heldur af hverju er hann að tala við mig? Ég hef í raun ekkert við hann að segja en samt held ég áfram að yrða á hann! Af hverju?! Af hverju hef ég ekki upp raust mína og segji "Mér er alveg sama, steinþegiðu!" og slekk síðan sígarettu í augað á honum?" En það er því miður það eina sem hægt er að gera í stöðunni. En málið er að oft á tíðum veit ég, bílaviðrinið, aðeins meira um bíla en ég læt í veðri vaka. T.a.m. veit ég að það er ekki hægt að selja ljótan bíl frá ´86, aðeins breyttur, á eina milljón. Svo mikið veit ég. Ég veit líka að ég hef hitt svona fífl áður. Fífl sem telja sig geta allt betur en aðrir, vita allt betur en aðrir, en eru bara fífl og geta ekki neitt né vita.

Það er nefnilga oft á tíðum sem manni langar virkilega, ótrúlega, innilega til að segja við fólk sem er rosalega mikið fífl: "Þegiðu maður! Ég hef engan áhuga því sem þú ert að segja og mér er alveg skítsama og þú ert auk þess mesta fífl sem ég hef hitt. Mig langar bara til að njóta þess að sitja hér á pöbbnum, drekka bjór, reykja mínar sígarettur, lesa blöð eða bók og bíða eftir því að einhver komi sem maður getur virkilega haft alminilegar og helst innihaldsríkar umræður sem gæti gefið mér eitthvað andlegt nesti til að velta vöngum yfir er ég ráfa heim á leið peðfullur, en ekki um fokking bíla eða hversu mikið stuð það er að rúnta með blússandi ar-ant-bí-tónlist sem sprengir allar hljóðhimnur" og enda það með því að öskra gjörsamlega af tilefnislausu "ÉG ER ANARKIBÓHEDÓNISTI! ÉG TALA EKKI VIÐ HVERN SEM ER!"

En kannski er ég bara líka fífl.

Það er þess vegna að kommúnismi virkar alls ekki og kapítalisti virkar ekki heldur.


*prófa tökuorð frá höfuðborg Sameinaða Konungsveldinu, en lókalinn í þessu tilliti er einfaldlega Kaffihornið

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það sem kemur ekki útúr þér maður...hef filgst með þér í dálítinn tíma og þetta er náttúrulega bara snild....

Yfir og út!!

Nafnlaus sagði...

Ég er besservisser og hef bessaleyfi hnjöhnjöhnjö...

Akkuru ert'aldrei á MSN lengur fjóshaugurinn þinn?!

- Bessi

Vésteinn Valgarðsson sagði...

"anarkibóhedonisti" er flott orð.

Doddi sagði...

Af hverju er ég aldrei á MSN? Ég á það til að gleyma því og stundum nenni ég því ekki.

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Doddi, þú hefur fengið nafnbótina "anarkibóhedonisti" í linkasafninu mínu.

Þú segir að kommúnismi virki ekki ... en hvers vegna segirðu það? Hvernig geturðu sagt að eitthvað virki ekki sem hefur ekki fengið séns ennþá?

Doddi sagði...

Vésteinn, já ég tók eftir því. Takk.

Ég reit þetta bara í hálfkæringi sem einhver lokahnykkur. En það tengist því einfaldlega að ætíð má finna fífl sem misnota eða mistúlka ýmislegt, allt frá kenningum um sameignarríki til vægra vímugjafa, og haga sér síðan eins og fífl s.s. það eru fíflin sem eyðileggja fyrir okkur hin.

Undir réttum kringumstæðum getur kommúnismi eflaust virkað, s.s. stéttlaust samfélag og blóm í haga, en það þarf ekki mikið til að það breytist til hins verra, að þetta afbakist. En mitt hugarfar hjálpar máski ekki til þess, en einsog ég sagði þá slengdi ég þessu fram í háði frekar en alvöru.

(En öllu háði fylgir víst viss alvara segir fólk, en hjá mér var þetta bara háðung)

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Humm, þú segir nokkuð.

Nafnlaus sagði...

ég held ég viti hver þessi leiðilegi maður er.
Ég er Anarkibóhedónisti, já, það finnst mér