miðvikudagur, apríl 06, 2005

Ha, ha, ha, kjarnorkustyrjöld! Ýkt fyndið

Það hafa komið út margar og allskemmtilegar, ekki sé minnst á afar fyndnar, gamanmyndir í gegnum tíðina, margar hverjar sem byggja meira segja á nokkuð sérstökum sögulegum atburðum einsog Life of Brian eftir þá kauða í Monty Python-hópnum, þar sem gert er mikið glens og gaman af trúarofstæki og trúgirni fyrir botni miðjararhafs um 30 eftir krist. Einnig myndir sem sækja sinn efnivið í eitthvað sem hefur gerst eða gæti gerst. Lykilorðið hér er: ádeila.

Ace Ventura, Deuce Bigalow, Bringing down the House og fleiri misjafnar slapstick myndir flokkast ekki undir ádeilugamanmyndir. Margt af því sem Charlie Chaplin gerði var ádeila, t.a.m. The Dictator, Modern Times, Gold Rush o.fl. Mel Brooks gerði að mig minnir tvær gamanmyndir sem gæti einnig flokkast undir ádeilu, The Producers og Blazing Saddles. Sú fyrri fjallar um hið öfugsnúna framleiðsluferli sem er oft stunduð í Hollívúd en hin fjallar um stöðu svarta mannsins bæði kvikmyndum og í samfélaginu.

Ég fer að nálgast tilgang titilsins rétt strax.

Ég hlusta reglulega á upptökur frá skemmtikraftinum Bill Hicks, en þar reifar hann á málefnum sem meira segja enn þann dag í dag eru algjört tabú, í þessu tilviki þýðir orðtiltækið "enn þann dag í dag" ekki fyrir fimmtíu árum síðan, nei, fyrir um 15 árum síðan. Tabú á borð við fíkniefni, klám, heimskt fólk, serðingar og hin illu áform Bush. Það skondna við það er að það sem hann sagði fyrir ca. 15 árum síðan á jafn vel við nú og það gerði þá, 15 árum seinna. Mér finnst þetta stórmerkilegt, alveg hreint og beint stórmerkilegt. Tökum dæmi, Írakstríðið var ekkert annað en tilraun til að afvegaleiða fólk frá öðru málefni og kallaði þetta ekki stríð því stríð er þegar tveir herir (eða fleiri) berjast, þetta væri meira "The Persian Gulf Distraction." Hann kemur með gott orðtiltæki yfir okkur neytendurnar, brúðufólkið "We are the puppet people!" og vísar til dæmis í Kennedy-morðið og þá furðulegu Magic-Bullet-kenninguna sem yfirvöld komu með, auk bergmáls og ýmislegt sem ekki er hægt að sanna annarstaðar en í leynilegum neðanjarðarrannsóknarstofum á vegum ríkisins og fólk trúir því. Fleira og fleira í þessum dúr. Það sem hann er að segja er ekki beint "fyndið", s.s. ekki fyndið einsog að sjá mann detta á rassin eða fá rjómatertu í andlitið. Heldur hræðilega fyndið því þetta er satt.

"Some people ask me why I didn´t vote for Bush, and one of the reasons is Bush´s policy towards South-America included... GENOCIDE, so it´s not that I exactly disagree with Bush´s economic policy or foreign policy, it´s just that I think he is a mass-murdering fuckhead."

Jæja. Ein besta gamanmynd sem hefur verið gerð er Dr. Strangelove : Or how I stopped worrying and love the bomb eftir Stanley Kubrick. Kubrick þessi gerði talsvert mikið af ádeilum og umhugsanarverðum myndum á sinni starfsævi, má þar nefna Paths of Glory, 2001: A Space Odessey, A Clockwork Orange og Full Metal Jacket.

Þetta er ein besta gamanmyndinn sem gerð hefur verið því hún er hræðilega fyndinn, og snertir á afar sérstökum málefnum, t.a.m. "preemptive strike" eða fyrirbyggjandi árás og hvort að leiðtogar (þ.e. þeir sem stjórna í raun og veru) hins vestræna og siðmenntaða heims séu ekki einfaldlega snargeðveikir. Ég mæli með að allir horfi á þessa mynd oftar enn einu sinni, en áður en þið gerið það þá bendi ég á þessa grein hér, sem var nokkurn veginn kveikjan að þessu slitrótta innleggi.