föstudagur, nóvember 25, 2005

Á hvað hlustar Doddi þessa dagana?

Ég er að eipa yfir meisturunum í Mastodon, það fer að líða að því að þessar tvær plötur, Remission og Leviathan, verða mest spiluðu þungarokksplöturnar mínar. Þó að ég sé ekki með víðfeðman metalsmekk einsog sumir félagar mínir, þá eru Isis, Mastodon, Nevermore, Sepultura, Slayer og Thought Industry í sérstöku uppáhaldi hjá mér. En kræst hvað Mastodon eru suddalega góðir, ég kemst varla yfir það og verður bara betra með hverri hlustun. Það band sem er að koma hvað sterkast inn þó er Nevermore, og ég þakka Berserknum ægilega vel fyrir þessa góðlátlegu gjöf sem Dead Heart, in a Dead World var og er.

Af því sem ég flokka einfaldlega sem rokk, þá er Arcade Fire, Blonde Redhead, Fugazi, King Crimson, Pink Floyd, Sonic Youth og Trans Am búið að vera mikið í heddfónunum og spíkerunum undanfarnar vikur. Nýlega hef ég byrjað að hlusta á Kyuss, Blues for the Red Sun, sem er ansi hreint góð plata. Vona að rokkAri (sons of the soil type "hyuk") sé ekki sár þó að ég hafi e.t.v. einhvern tímann fengið Kyuss plötu frá honum og fundist hún ekkert sérstaklega góð, en ég man bara ekkert eftir því.

Harðkjarninn er hægt og sígandi að leita sér leiðar inní mitt hugarfylgsni og The Dillinger Escape Plan er bandið sem er að leyfa því að seytla í gegn. Það er dágott harðkjarnasafn í tölvunni síðan telpurnar tvær voru hér og það er aldrei að vita að ég, saklausi sveitadrengurinn, leyfi því að hljóma meir og nauðga mínu sálartetri.

Tónlistinn úr Blade Runner eftir Vangelis hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ósjaldan sem ég winampa það. Af öðru rafrænu og semi-rafrænu má nefna Boards of Canada, Future Sound of London, Massive Attack, Plaid, Primal Scream, Squarepusher og Tortoise. Aphex Twin hefur ekki fengið að hljóma lengi, en það ætti að fara koma tími á það.

Bróðir minn, vestur-Íslendingurinn, Hálfdan bendi mér á norskt band er heitir Jaga Jazzist og ég leitaði af því og niðurhalaði með glæpatólinu DC++ plötuna A Livingroom Hush, og ég varð mjög hrifin. Progressive Jazz er þetta flokkað á Allmusic.com. En Medeski, Martin & Wood er eðall, og þó að sumir gætu orðið ósammála því, þá hef ég flokkað Frank Zappa og Tom Waits undir Jass&Blús, þó að þeir séu mun fjölbreyttari en það. Jaco Pastorius, Herbie Hancock og tvíeykið Stefan Pasborg&Luis Mockunas hafa aðeins verið spilaðir, en þeir síðasttöldu er acquired taste og ég er ekki enn komin á bragðið. Það kemur líka fyrir að Weather Report fái aðeins að hljóma.

Þetta er ca. Doddi í tónum. Ef þið hafið einhverjar ábendingar um hvað ég ætti að hlusta á eða hlusta meira á, ekki vera hrædd að benda mér á það.

13 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Hvað Waits varðar, þá mæli ég heilshugar með plötunni Franks Wild Years.

Ég er nýlega kominn inn í White Stripes. Fór á tónleikana og þeir voru vægast sagt magnaðir. Á nýjustu plötuna, Get Behind Me, Satan. Hún er góð. Platan Fire með Electric Six hefur einnig verið í spilun, sem og Exile on Main Street með The Rolling Stones. Loks hef ég verið að hlusta á safndiskinn The Legendary Italian Westerns með kvikmyndatónlist Ennio Morricone.

Nafnlaus sagði...

Mér finnst ha Þórður minn að þú ættir að hlusta á MEGASUKK og meira af Tom Waits. Svo tel ég að ég ætti að fá MEGASUKK í jólagjöf ef einhvern vantar hugmynd. MAMMA ÞÓRÐAR ofl.

Doddi sagði...

Já, hvað Waits varðar þá á ég allt með honum og tímamótaviðburðarplöturnar, Swordfishtrombone, Rain Dogs og Frank´s Wild Years er í miklu uppáhaldi hjá mér. En gamla góða stashið hjá honum, einsog Closing Time og The Heart of Saturday Night er einnig með því besta sem ég hef heyrt með honum. Ég held virkilega að maðurinn hafi varla gert feilspor á sínum tónlistarferli.

En ég hef áhuga á Ennio Morricone, spaghettí-vestratónlistinn er nokk skemmtileg, væri fínt að bæta henni í glæpsamlega safnið mitt.

Electric Six... Fire in the Disco(?) er ansi catchy lag, kannski að maður tékki á plötunni.

Nafnlaus sagði...

Mæli með pólitískum newmetal úr smiðju System of a down, nyji diskurinn, hypnotyze er magnaður

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Dead Heart in a Dead world var fyrsta platan sem ég keypti þegar ég flutti til Bretlands, fyrir það hafði ég hlustað stanslaust á Sound of Silenece, Believe in Nothing og Heart collector algjört meistaraverk. En This Godelss Endeavor með Nevermore er líka algjör snilld.

Ingvar Á. Ingvarsson sagði...

Aðrar plörut sem ég mundi mæla með eru BLAZE - Blood & Belief, Bruce Dickinson - Chemical wedding og Tyranny of Souls

Einar Steinn sagði...

David Bowie. Ekki síst Ziggy Stardust, Aladdin Sane, Hunky Dory og Station To Station.

Nafnlaus sagði...

DAG NASTY OG MINOR THREAT

annars ættiru að fara að læra öll lögin með Good Clean Fun og Dead After School svo þú getur tekið grimmdarlega þátt í singalongi og kvótað úr texta þeirra stanslaust við fólk. íha!

Nafnlaus sagði...

þú hefur afar fjölbreyttan og hressan tónlistarsmekk fjelagi þórður. Ég þoli ekki hvað það er mikið af tónlist þarna úti og finnst það velta oft á tilviljunin hvað ég á og hef tékkað á og margt sem ég á eftir uppgötvað. Já ég mæli með nýja Nevermore eins og bróðir þinn
Ég nenni ekki að leita að e-ju og tel bara e-ð sem ég er að hlusta á þessa dagana Anathema ("emo pink radiofloydhead"), Katatonia (sweet moody swedish dårkness), Porcupine tree (ný progrock), Orange Goblin (stonergroove, sXe until the bar opens), Lamb of God (gúddsjitt US newdeþþmetal)The Gathering(lesbian emoprogrock) Captain Beyond (gamalt þægilegt rokk)

Nafnlaus sagði...

hey já og tékkaðu á Pelican.
Ég er spenntur fyrir þeim og verð að redda mér e-ð með þeim.
Sjá:
http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=17063

Nafnlaus sagði...

Svo erum við nottla að tala um að kjellar sem fílar Mastodon hljóti að fíla töffarana í Entombed finnst mér, það á alltahhh ahh seghja það sem manni finnsd. (og ef þú fílar ekki Entombed þá drep ég þig)

Doddi sagði...

Entombed, já verð að redda mér því. Hef aðeins hlustað á Lamb of God og það er í vinnslu að fá nýjasta gripinn með Nevermore og einnig SOAD. Ég fékk einnig Anathema hjá Berserknum, hef samt ekki hlustað nægilega mikið á þá.

David Bowie hefur oft fengið að hljóma, Reality og Heathen eru nokkuð smellnir gripir.

Nafnlaus sagði...

Já það er eins gott að ég dró þig í júní 2003 á Mastodon,

Nýja platan með Nevermore er bara rugl... Djöfull er það töff að Ingvar diggar þá!

Þakka yður fyrir að skrifa fyrir moi King Crimson, Pink Floyd því það eru ansi mögnuð listabönd