Áður en maður eipar gjörsamlega á yfirlýsingum og gífuryrðum og fæli mína dyggu lesendur frá eða valdi þeim óþarfa áhyggjum yfir geðheilsu minni, þá ætla ég að brjóta blað og tjá aðeins um mín skólamál. Ég hef aldrei nokkurntímann gert það áður. Aldrei, aldrei.
Verkefni sem ég þarf að ljúka:
Verkefni sem ég þarf að ljúka:
- Ísl503 - Ákvað að rita um ca. 10 ára tímabil sem ég hugsa að hafi haft töluverð áhrif á rithöfunda hér á Íslandi þó sérstaklega einn atburður er tengist einu hugðarefni mínu nústundis. Þetta eru árin 1934-1944. Það sem mun vera í sviðsljósinu er meistari Þórbergur og pistill sem hann reit er hét "Kvalarþorsti Nazista" sem hann var kærður, dæmdur og sektaður fyrir. Pælinginn er sú að athuga hvort að þetta hafi haft áhrif á rithöfunda Íslands og hvort að þetta hafi "gleymst" þegar stríðið hófst. Mér finnst þetta vera fullstórt á að líta.
- Ísl613 - Skrifa bókmenntaritgerð um Samkvæmisleiki eftir Braga Ólafsson
- Sag313 - Tvö verkefni sem þarf að ljúka, eitt um Palestínu/Ísrael og hitt um samtímaatburði. Ritgerð um efni af eigin vali, hugsanlega að ég taki átök í Afríku undanfarin 30-40 ár.
- Fél313 - Ritgerð um þróunarhjálp og -samvinnu Íslands.
- Ens703 - Samanburður á The Great Escape og The Bridge Over the River Kwai. Klára að lesa Streetcar Named Desire og gera persónusamanburð. Útdráttur úr smásögu.
Síðan þarf maður að taka sig á í þýsku og hugsanlega segja sig úr stærfræði þar sem mér er ekkert að ganga sérlega vel.
2 ummæli:
Vá, dúdd!
Ertu í 7 kúrsum?
Jebb. Ræð varla við það.
Skrifa ummæli