föstudagur, febrúar 10, 2006

Almenningsálitið

Hvað gengur á fyrir ráðamenn í dag? Eru þessir menn heilaskemmdir? Vitfirrtir? Siðblindir? Allavega er lítil sem engin ráðvendni eða sæmd hjá þessu fólki, þessum fíflum og kjánaprikum.

Nú ætla ég að skella á mig gleraugum einfaldleikans. Ástæður þess að þeir eru að lýsa því yfir hver ofaní annan um framtíð stóriðnaðar á Íslandi er útaf tveimur ástæðum: Meinfýsni og græðgi. Hvernig öðruvísi er hægt að útskýra þetta pókerspil með náttúru landsins? Iðnaðarmálaráðherra lýsir því yfir að ekki er óhugsandi að eitt jafnvel tvö álver verða reist á næstu árum. Forsætisráðherra segir að nýta verði vatnsaflið, það er að segja að virkja það. Hví? Jú, fyrir þessi "hugsanlegu" álver sem munu rísa upp á næstu árum og verður gott fyrir hagvöxt í einu ríkasta landi í heimi (tja, 147?) sem sagt græðgi. Svo er þetta meinfýsni útaf því að raddir þeirra sem eru mótfallnir þessum ráðagerðum eru að vera háværari og fleiri, en inná milli reiðra radda byrjar óþolandi mantra að bergmála á ný: Pöpullinn getur ráðið úrslitum í næstu kosningum.

Ég legg til íburðamikilla sýninga í formi mótmæla. Ekki mæta með mótmælaspjöld fyrir framan alþingi, heldur heykvísla og kyndla og alls ekki standa einsog kindur fyrir framan staðinn, hafa læti og öskra, brenna dúkku sem er lík Halldóri eða öðrum ráðherra. Og ekki fá leyfi lögreglunnar til að mótmæla. Fjandinn hafi það, þessi vitleysa getur ekki og má ekki halda áfram.

Best að fara fylgjast aftur með þessum sirkus dauðans.

Engin ummæli: