miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Hvað er málið?

Ég er eflaust búinn að tuða um þetta áður, margoft. En það hefur stundum hjálpað að tuða aðeins um vandamálin áður en maður vinnur úr þeim. Þó finnst mér að ég hafi tuðað um þetta tiltekna vandamál einusinni of oft og þó að ég hafi bætt aðeins úr skák, þá er það oftast bara tímabundið. Tímabundið varir kannski frá einni viku í tvo eða þrjá mánuði, en þetta er orðið afspyrnu slæmt núna.

Um hvað er ég að tala? Jú, skólann. Ég fæ mig ekki til að einbeita mér að neinu verkefni af viti, ekki einu síðan skólinn byrjaði í janúar. Þetta er óþolandi ástand, alveg hreint óþolandi. Maður ætti að vera kominn á þann aldur og kominn með vissa reynslu til að þetta ætti ekki að vera vandamál. Mig vantar einhverja stimúleringu, eitthvað til að drífa mig áfram. Sú stefna að klára stúdentinn er ekki nægileg stimúlering, örvar mig ekki neitt og ég er næstum á því að hætta þessu stússi og fara bara að vinna meira.

Ég er spá í að tala við námsráðgjafann í skólanum og útlista vandamálið eins vel og ég get, því ef fram heldur sem á horfir þá mun það taka mörg ár fyrir mig að klára þetta helvíti og ég nenni ekki að vera mörg ár í þessu.

Engin ummæli: