Því hefur verið hent fram að vesturlandabúar fögnuðu aldamótum 20. aldar með miklu bjartsýni og voru vongóðir um bjarta og góða framtíð fyrir allt fólk í heiminum, enda var 19. öldin kvödd með nærri því engum beinum átökum. En því miður voru viðtökurnar þær að heimurinn þurfti að þola nær 90 ár af samfelldu stríði útum gjörvalla jörð. Tvær heimstyrjaldir sem báðar áttu, samkvæmt bjartsýnismönnum, að enda öll átök í heiminum. Fljótlega eftir seinni heimstyrjöldina tók við pólítísk og efnahagsleg refskák milli tveggja heimsvelda til austurs og vesturs sem kallað var kalda stríðið, því það voru aldrei bein átök milli þessara skákmanna (fyrir utan Kasparov og Fischer). Til að bæta ofaná bölið var efnt til stríð á móti fíkniefnaneytendum og -seljendum. Þannig að það var ekkert til sparað til að gera líf milljarða eins ömurlegt og hægt var og sá jörðina af óvildarfræjum framtíðarinnar, en uppskeran er rétt að byrja.
21. öldin var tekin með opnum örmum átaka í Afríku og Asíu og eitt ósýnilegt stríð í viðbót á móti vafasama hugtakinu "hryðjuverkamenn" í Miðausturlöndum og svo auðvitað áframhaldandi stríð gegn sófa-, sjónvarps- og playstation-kartöflupokunum og helgardjömmurunum. Ekki nóg með það, heldur byrjaði 21. öldin í afar einkennilegu andrúmslofti; ofsafengin kaldhæðni og írónía, einstrengisháttur, varkárni í formi árásargirni og ótrúlega einbeittur brotavilji valdstjórna útum allan heim til að viðhalda þessum forna við-á-móti-þeim-hugsunarhætti.
Ekki er óalgengt að í ýmsum fjölmiðlum og opninberum vetvangi er lýst yfir að hin og þessi atvik, hegðun og deilur eru siðferðisleg álitamál, stangist á við almennt siðferði eða jaðri á við hreina og beina siðblindu. Þó eru ólíkar skilgreiningar á siðferði og það er þannig í okkar daglega tungumáli að sum orð geta verið ansi torskilin, þokukennt og jafnvel óskiljanleg, en samt sem áður eru loðin og vafasöm hugtök notuð í ýmsum orðræðum manna á millum, viðkomandi einstaklingar vita jafnvel ekki um hvað er verið að ræða eða að hluti af hlustendum eða áhorfendum eru einfaldlega ekki viss um hvað deilan snýst í meginatriðum. Nú á dögum er megininntak ýmissa dægurfluga, s.s. Írakstríðið, Kárahnjúkavirkjun, ofurlaun framkvæmdastjóra og fleiri, talin tengjast góðu og slæmu siðferði. Spurninginn er þó hvað einkennir gott siðferði?
Sumir mundu ef til vill segja að póstmódernismi og plúralismi sé eitt og hið sama, það er bara ekki rétt. Í grófum dráttum er póstmódernismi einhvern megin á þá leið að "allir hafa rétt fyrir sér, þar af leiðir er allt rétt sem gert er" en fjölhyggja er þannig að "allir hafa rétt á skoðunum, þar af leiðir eru allar skoðanir réttar"
Fjölhyggja, eða plúralismi, er ein af meginstoðum lýðræðisins. Fjölhyggja gengur útá að fagna fjölbreytileikanum og er þannig séð ekki slæm stefna í sjálfu sér. Í stjórnmálum, vísindum og heimspeki felst þetta, í grófum dráttum, í því að taka allar skoðanir, kenningar og hugmyndir sem jafnar við hvor aðra, tína til ýmislegt handhægt úr þeim og þar af leiðandi sjóða saman ýmsar stefnur í eina. Eitt mantra sem heyrist gjarnan í dag er að “fjölbreytileikinn er af hinu góða” og í fljótu bragði getur maður alveg verið sammála því. Fjölhyggjan einblínir mjög á skeikuleika og brigðuleika mannsandans, eða öllu heldur fjölbreytileika einstaklingsins. En þó eru málin tiltölulega flóknari en svo að virða beri allar skoðanir, því að skilin milli rétt og rangt eru í dag orðin ansi þokukennd sökum öðru mantra um að það “beri að virða skoðanir annara” sem leiði til þess að einstaklingurinn hefur rétt á sinni skoðun jafnvel þó hún sé röng, enda geta rökstuddar skoðanir oft verið byggðar á rótgrónum fordómum eða kolvitlausum upplýsingum.
Annar angi af óljósu og þversagnakenndu siðferði virðist sem svo að vissir hópar fá að komast upp með næstum hvað sem er, oftar en ekki eru þessi hópar sagðir hafa einhver viss forréttindi og eru þar af leiðandi yfir aðra hafna. Þessir hópar eru orðnir furðulega margir. Þar kemur póstmódernisminn við sögu, en sú stefna felst í að efast í sífellu um það sem áður voru algild sannindi, munin á réttu og röngu, almenn mannréttindi, s.s. málfrelsi, tjáningarfrelsi, persónufrelsi o.s.frv. og í kjölfarið tekist að snúa algengum orðum og hugtökum á haus. Á margann hátt eru sumir atburðir sem er mikið í deiglunni í dag keimlík framtíðarsýn George Orwells í bókinni nítján-hundruðáttatíuogfjögur þar sem alræðistjórn réttlætir aðgerðir sínar með sífelldu óréttlæti og almennum sannindum hefur verið snúið á hvolf; friður er stríð, ást er hatur, sannleikur er lygi. Póstmódernismi neyðir fólk til að endurmeta viðtekin gildi, siði og venjur, jafnvel hugtök og algeng heiti, og einsog með plúralisman, er það ekki í sjálfu sér slæmt, en þetta ferli er í samt í sífelldri endurtekningu sem leiðir til þess að fólk þarf alltaf að endurtaka sig í sífellu.
Útfrá samspili milli tilfinningu og skynsemi felst hæfnin til að meta muninn á réttu og röngu. Samkennd og samviska er samspil milli þessara tveggja þátta. Gott siðferði er að færa fyrir góð rök fyrir skoðun, athæfi eða hegðun sem byggjast í grundvallaratriðum á þessum þáttum. Vissulega eru aðrir þættir sem spila inní siðferðið, s.s. uppeldi, menntun, umhverfi og aðstæður, en rökin hnígja að því að það sé samviskan og samkenndin sem spila stærstu rullunna í góðu siðferði. En þessi útgangspunktur getur verið efni í aðra vangaveltu: hvað eru góð rök?
1 ummæli:
Ég veit að þetta er off subject en:
http://www.filmthreat.com/index.php?section=features&Id=1697
Þetta er með því betra sem Threttararnir hafa komið með
Skrifa ummæli